Gátt - 2014, Síða 82

Gátt - 2014, Síða 82
82 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 U N d I R b ú N I N G U R Undirbúningur verkefnisins stóð yfir frá seinni hluta ágúst- mánaðar 2013 til janúarloka 2014 þegar kennslan hófst. Þar sem um þróunarverkefni var að ræða var ákveðið að auglýsa ekki námskeiðið heldur velja inn nemendur með áhuga á vél- búnaði tölva og að þeir hefðu ágæta námsfærni ásamt góðri enskukunnáttu. Við val á nemendum var haft samráð við ýmsa aðila svo sem Specialisterne, aðstandendur, starfsbrautir fram- haldsskólanna og ein beiðni um pláss á námskeiðinu kom frá þjónustumiðstöð í Reykjavík. Auk þess var haft samband beint við einhverft fólk. Útskýrt var nákvæmlega í hverju námskeiðið fælist og skrifleg lýsing send til kynningar. Ákveðið var að nemendur yrðu sex. Sérstök áhersla var lögð á að undirbúa þá vel fyrir námskeiðið en það er lykilat- riði fyrir þátttöku einhverfs fólks að vel sé staðið að slíkum undirbúningi. Áhersla var lögð á að vera í sem mestum samskiptum við nemendur sjálfa en þar sem aðstandendur gegndu enn mikilvægu stuðningshlutverki fóru samskiptin einnig fram með milligöngu þeirra. Formlegt viðtal var haft við hvern og einn nemanda áður en námskeiðið hófst og sérstakur viðtalsrammi undirbúinn og hafður til hliðsjónar. Verkefnastjóri og einhverfuráðgjafi sáu um að taka viðtölin og fóru þau öll fram í húsnæði Pro- menntar. Sérstök áhersla var lögð á að kynna húsnæðið vel og allar aðstæður en vegna óvenjulegrar skynúrvinnslu ein- hverfs fólks þá þarf það mun lengri tíma til að lesa í umhverfi sitt og átta sig á staðháttum en aðrir. Í viðtalinu var rætt sér- staklega um þau skynáreiti sem truflað gætu í umhverfinu og leiðir til að forðast þau. Nemendur voru einnig spurðir álits varðandi tilhögun kennslunnar og hvernig þörfum þeirra yrði best mætt. Allir nemendur fengu skriflega lýsingu á innihaldi og tímasetningu námskeiðsins. Einnig var haldinn kynningar- fundur fyrir hópinn í upphafi námskeiðs þar sem kennari fór yfir kennsluhætti og kynnti aðstæður og aðbúnað nánar. Hlutverk einhverfuráðgjafa Fjölmenntar fólst fyrst og fremst í fyrrnefndum undirbúningi, fræðslu og stuðningi við kennara Promenntar og verkefnastjóra Fjölmenntar ásamt þátttöku í eftirfylgdinni. jArÞrúÐUr ÞórhALLsdóttir og KristÍN EYjóLFsdóttir T Ö L V U V I Ð H A L d o G V I Ð G e R Ð I R F y R I R N Á M S M e N N Á e I N H V e R F U R ó F I Algengt er að fólk á einhverfurófi búi yfir sérstakri hæfni sem ekki hefur fundist farvegur fyrir eða aðstæður til að virkja. Stór hópur fólks hefur því ein- angrast heima, oft án atvinnu eða tómstundatilboðs. Í ljósi þeirrar stöðu var þróunarverkefninu „Tölvuvið- hald og viðgerðir fyrir námsmenn á einhverfurófi” hleypt af stokkunum. Verkefnið var unnið fyrir styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til Mímis-símenntunar, í sam- starfi við Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmið- stöð og Promennt fræðslufyrirtæki, sem meðal annars hefur sérhæft sig í tölvukennslu. Var þess getið við styrkveitinguna að samstarf skyldi haft við Specialisterne, stofnun sem vinnur að því að aðstoða einhverft fólk við að virkja hæfileika sína og komast út á vinnumarkaðinn. Tilgangur og markmið verkefnisins var að auka þekkingu og færni í tæknigreinum og fjölga námsframboðum og atvinnumöguleikum fólks á einhverfurófi. Kristín EyjólfsdóttirJarþrúður Þórhallsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.