Gátt - 2014, Page 93

Gátt - 2014, Page 93
93 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 S T A R F A - o G H Æ F N I G R e I N I N G Starfa- og hæfnigreining vegna starfs starfsþjálfa var fram- kvæmd í desember 2013. Við greininguna voru notaðar þrepaskiptar færnilýsingar og aðferðafræði sem þróuð hefur verið hjá FA. VR, IÐAN fræðslusetur og SGS höfðu veg og vanda af því að kalla til aðila úr atvinnulífinu til að greina þau verkefni sem felast í starfi starfsþjálfa, velja hæfniþætti með tilliti til verkefna starfsþjálfa og skipa þátt- unum á þrep í kjölfarið. Þrír fundir voru haldnir í desember 2013 og stóð hver fundur um sig í um þrjár klukkustundir. Alls voru kallaðir til 24 þátttakendur en misjafnt var hverjir áttu heimangengt hverju sinni. Þátttakendur komu úr ólíkum áttum, frá fyrirtækjum í verslun, framleiðslu, flutn- ingum, opinberri þjónustu og eins voru fulltrúar iðngreina með í hópnum. S T A R F S L ý S I N G Í ljós kom að umfang starfs starfsþjálfa er háð því umhverfi sem það fer fram í og er greinilegt að í stærri fyrirtækjum dreifist ábyrgð meira á starfsþjálfun námsmanna og nýrra starfsmanna heldur en í þeim minni. Helstu verkefni sem talin voru felast í starfi starfsþjálfa snúa að kynningum á starfsemi og skipulagi fyrirtækis og skipulagi á framkvæmd náms á vinnustað og voru verkefnin talin fela í sér stuðning við námsmann1 og mat á árangri. Tilgangur starfsþjálfunar á vinnustað er að flýta fyrir yfirfærslu náms á starf og félags- 1 Með námsmanni er átt við þann einstakling sem er í starfsþjálfun og getur verið nemi, námsmaður, nýliði eða starfsmaður í þjálfun. legri aðlögun starfsmanns að starfi eða starfsgrein. Sam- kvæmt starfslýsingu sem hópurinn vann að í sameiningu er starfsþjálfi sá sem heldur utan um námið eða þjálfunina í samráði við skipuleggjanda (fræðsluaðila, skóla, vinnuveit- anda) og er skipaður til verksins af vinnuveitanda eða yfir- manni sínum. Starfsþjálfun fer fram eftir fyrirfram skipulögðu ferli og hefur tiltekin markmið og er hvoru tveggja lýst í nám- skrá, námslýsingu eða þjálfunaráætlun sem skipuleggjandi lætur starfsþjálfa í té. Mat á árangri starfsþjálfunar byggist á hæfniviðmiðum sem sett eru fram í námskrá, námslýsingu eða þjálfunaráætlun. Starfsþjálfi þekkir vel til verka á sínu starfssviði og miðlar af reynslu sinni og sérþekkingu. Starfs- þjálfi hefur góða yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og leitar eftir aðstoð annarra starfsmanna fyrirtækisins ef þekking hans þrýtur. Aðferðir starfsþjálfa og viðhorf til starfsþjálfunar einkennast af víðsýni og fjölbreytni í leiðum til að efla náms- manninn og meta árangur námsins. Starfsþjálfi þekkir verk- svið sitt sem starfsþjálfi og tekur ekki að sér verkefni sem eiga heima hjá öðrum svo sem kennara, yfirmanni eða með- ferðaraðila. Starfsþjálfa er ekki ætlað að sinna kennslu sem samkvæmt skipulagi námsins eða námslýsingu á að fara fram hjá fræðsluaðila eða í skóla, ef um slíkt skipulag er að ræða. Starfsþjálfa er heldur ekki ætlað að skilgreina og vinna úr persónulegum vandamálum námsmanns. H Æ F N I þ Æ T T I R Hér á eftir er lýst þeirri hæfni, sem talið er að starfsþjálfi námsmanns í framhaldsfræðslu þurfi að lágmarki að búa yfir. Vera má að hæfnikröfur til starfs starfsþjálfa séu meiri hjá sumum fyrirtækjum en öðrum og má því ætla hverju fyrirtæki Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hlaut styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneyti árið 2013 til að greina hæfnikröfur starfsmanna sem sinna starfsþjálfun á vinnustað og lýsa námi í samræmi við niðurstöðu hæfnigrein- ingarinnar. Samstarfsaðilar FA voru VR, Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og IÐAN fræðslusetur. Lagt var upp með að námið yrði aðallega ætlað þeim sem sinna starfsþjálfun, sem er hluti af skilgreindu námi samkvæmt nám- skrám framhaldsfræðslunnar, en gæti einnig nýst starfsþjálfum og umsjónarmönnum (tilsjónarmönnum) vinnu- staðanáms og starfsþjálfunar, sem skilgreind eru sem hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, eins og lög um vinnustaðanámssjóð nr. 71/2012 kveða á um. gUÐFiNNA hArÐArdóttir e F L I N G S T A R F S M e N N T U N A R – H Æ F N I þ R ó U N S T A R F S þ j Á L F A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.