Gátt - 2014, Qupperneq 102

Gátt - 2014, Qupperneq 102
102 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 um að ræða námsskána Lyfjagerðaskólinn sem var unnin á vegum Framvegis, miðstöð símenntunar í samstarfi við Actavis. Námsskráin er ætluð þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og starfa í lyfjaiðnaðinum. Hins vegar er það námsskráin Fræðsla í formi og lit sem var unnin á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Námsskráin er ætluð þeim sem hafa ekki lokið framhaldsskóla og hafa áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu og myndlistarsögu. Allar þessar námsskrár eru skrifaðar í samræmi við hugmyndir um þrepaskipt nám með áherslu á hæfniviðmið. Auk framangreindra námsskráa hafa sjö aðrar námsskrár fengið endurmat til tveggja ára: Starfsnám stuðningsfull- trúa, grunnnám og Starfsnám stuðningsfulltrúa, framhald. Námið er ætlað starfsfólki í þjónustu við fatlaða, aldraða og sjúka. Landnemaskóli II námið er ætlað innflytjendum sem hafa lokið Landnemaskóla. Skrifstofuskólinn ætlaður þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu og vilja vinna við almenn skrifstofustörf. Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er ætlað þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu og vilja vinna við sölu- og markaðsstörf eða stofna til eigin reksturs. Menntastoðir lýsa námi í almennum bóklegum greinum og er ætlað þeim sem hafa ekki lokið framhaldsskóla. Opin smiðja er sniðin fyrir símenntunarmiðstöðvar til að skrifa námslýs- ingar fyrir smiðju þar sem er lögð áhersla á verklag sem á við um undirbúning og framkvæmd verks sem er starf eða hluti starfs á vinnumarkaði og ætlað þeim sem eru 20 ára eða eldri, eru á vinnumarkaði og hafa ekki lokið framhaldsskóla. Á tímabilinu var lokið við að skrifa námslýsingar samkvæmt námsskránni Opin smiðja fyrir listasmiðjur, um er að ræða tvær smiðjur sem heita Myndlistasmiðja – sjónræn miðlun, teikning og Myndlistarsmiðja – sjónræn miðlun, málun. Í allt hafa verið skrifaðar 14 námslýsingar samkvæmt Opinni smiðju. Áfram var unnið að þróun á framsetningu námsskráa útfrá þrepaskiptingu náms og eru námsskrárnar Skrifstofu- skóli, Sölu-, markaðs- og rekstrarnám, Menntastoðir og Opin smiðja skrifaðar í samræmi við þær hugmyndir, með áherslu á hæfniviðmið. Á árinu var unnið að útfærslu á námsskrá í ferðaþjón- ustu og fyrir verslunarfulltrúa hjá Austurbrú og í samstarfi við Mími-símenntun var einnig unnið að útfærslu á náms- skrá fyrir verslunarfulltrúa með aðkomu fagaðila úr verslun. Jafnframt hefur vinna við útfærslu á nýjum tillögum FA um skipan náms í framhaldsfræðslu haldið áfram. Starfshópur vegna tilraunaverkefnis í ferðaþjónustu setti fram tillögu í ársbyrjun 2013 um nýtt skipulag náms í framhaldsfræðslu þar sem gert ráð fyrir sveigjanleika í fram- kvæmd þannig að námsmenn geti lokið námi með ýmsum hætti. FA tók þátt í tilraunaverkefnum með Austurbrú, Far- skólanum og Mími-símenntun í þeim tilgangi að prófa og þróa hugmyndina. Reynslan gaf góðar hugmyndir um hvað má betur fara og var gott innlegg í framhaldið hvað varðar framsetningu námsskráa og niðurstaðna hæfnigreininga. H Æ F N I G R e I N I N G A R FA hefur þróað aðferð við hæfnigreiningar starfa til að ákvarða fræðsluþörf markhópsins. Árið 2013 fékkst styrkur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að lýsa aðferðinni í handbók og þróa námskeið fyrir þá samstarfs- aðila sem vilja nota aðferðina. Tilgangur verkefnisins var m.a. að gera samstarfsaðilum kleift að nýta aðferðina og nota þau gögn sem FA hefur unnið í þessum tilgangi og sett í hæfnigrunn FA. Með því fást samræmd vinnubrögð og samanburðarhæfar niðurstöður. Samhliða þessu verkefni var því unnið að endurskoðun og þróun hæfniþátta og annarra gagna sem notuð eru og eru nú 54 hæfniþættir til á íslensku sem lýst er á 4 þrepum í hæfnigrunni FA. þ R ó U N A Ð F e R Ð A Í F R A M H A L d S - F R Æ Ð S L U Frá upphafi hefur starfsemi FA falist í að þróa og halda kennslufræðinámskeið en einnig í fræðslufundum og ráðgjöf til samstarfsaðila. Í því skini hefur FA þróað 20 mismunandi námskeið fyrir kennara og leiðbeinendur á sviði fullorðins- fræðslu sem nefnast Stiklur. Námskeiðin eru á mismunandi sviðum með þarfir markhóps FA að leiðarljósi og í samræmi við óskir og ábendingar samstarfsaðilanna. Einnig hefur verið byggt upp gagnasafn um framhaldsfræðslu með u.þ.b. 700 bókum og öðrum gögnum Auk þess sem mótaðar hafa verið ýmsar aðferðir og mælistikur fyrir kennsluskipulag og námsefnisgerð. Frá árinu 2004 hafa alls verið haldin um 80 mislöng kennslufræðinámskeið og fræðslufundir fyrir fræðslustarfs- menn og leiðbeinendur, samtals 13.692,5 nemendastundir og 1.340 nemendur. (Staðan 1. september 2014). Á starfsárinu hefur FA tekið þátt í eftirfarandi innlendum og evrópskum samstarfsverkefnum á sviði kennslufræða:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.