Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 5
OG ÞAR VORU FJÁRHIRÐAR . . .
3
varkár rauðrefur skauzt inn í
kjarrið, fersk döggin lá enn á
fögru fjallablómunum, yndis-
legir og viðkvæmir burknar uxu
meðfram bökkum lækjarins, sem
kindurnar drnkku Vir, og inni á
milli trjánna, sem þær leituðu
skjóls undir um miðjan dag-
inn. Allt fannst mér þetta unaðs-
Iega fagurt.
Oft liðu margir dagar, án þess
að ég sæi nokkra mannveru,
en samt fann ég alls ekki til
einmanakenndar. Oft fannst mér
ég vera samrunnin hinum mikla
vef náttúrunnar, að vísu litill
þráður í listavef hennar. Ég fann
skyldleika níinn við öfl, sem
voru mér ofar. Ég held, aS að-
eins það fólk, sem lifir lifi sinu
úti í náttúrunni, finni til þess-
arar kenndar.
Ég er viss nm, að Rube fann
til þessarar kenndar. Hann virt-
ist aldrei einmana, nema þá
helzt að hann saknaði kindanna,
er hann var ekki lengur sam-
vistum við þær að staðaldri.
Hann kom oft við hjá mér til
þess að skoða kindurnar mínar,
og þegar við fórum að tala sam-
an um hitt og þetta, fann ég,
að hann óttaðist framtið, sem
kynni að bera þá ógæfu i skauti
sínu, að hann yrði að vera án
samvistanna við kindurnar. Rube
trúði bókstaflega á tilvist raun-
verulegs Ffimnarikis. AS hans
áliti var það rétt fyrir ofan ský-
in. Og hann vonaði, að þangað
færi hann strax og hann dæi.
En hann var áhyggjufullur vegna
þess möguleika, að þar væri
kannski ekki neinar kindur að
finna.
Síðdegis dag' einn snemma um
vorið spurði hann mig þessarar
spurningar, er við sátum við
fjallsræturnar og virtum fyrir
okkur kindurnar, sem dreifðu
sér um hagann: Aleit ég, að það
væru kindur „þarna uppi.“
„Ja,“ sagði ég dálitið hikandi,
„Kindurnar eru oftar nefndar
i biblíunni en nokkur önnur
dýr. Kristur minntist oft á þær.
Og eins og þú veizt, sneri eng-
illinn sér til fjárhirðanna, sem
gættu hjarða sinna að nóttu til,
og skýrði þeim frá fæðingu
Krists.“
Rube sat um stund þögull og
hugsi. Svo hyrjaði hann að mæla
af munni fram frásögnina um
fæðingu Krists orði til orðs.
Rödd hans var lág, en styrk.
Ég hlustaði furðu lostin á gamla
manninn, en hann virtist ekki
veita mér neina athygli. „Það
gæti verið satt,“ sagði hann lágt
og hugsandi. Svo bætti hann
þéssum orðum við: „Það er satt.“
Og nú var eins og hann væri
að tala við sjálfan sig. Hann
virtist varla taka eftir nærveru
minni, og skömmu seinna fór