Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 10
Sókn þýzka prestsins Schönig er ceöi óvenjuleg og söfnuöurinn hans
allsundurleitur. Hann er sálusorgari
fjölda fjölleikaflokka og annarra sýningaflokka,
sem eru á sífelldu feröalagi um vestan- og noröanvert meginland
Evrópu. Og hann getur einnig tekiö til hendinni
á fjölleikasýningum, þegar þess gerist þörf.
Prestur
fjölleikahúsanna
Eftir Georg Kent.
BVÖLD nokkurt hætti
hljómsveit fjölleika-
hússins i borginni
Ulm i Vestur-Þýzka-
landi skyndilega að
leika. Áhorfendur sátu grafkyrr-
ir undir hinum geysistóra tjald-
himni. Það var sem þeir hefðu
breytzt í steina. Eitthvað hafði
gengið úr skorðum í stóra villi-
dýrabúrinu. Ljónatemjarinn rið-
aði til. Hann missti langa staf-
inn sinn, riðaði á fótunum og
skall svo utan i rimlana. Þetta
var hjartaslag, og það kom fyrir
á mjög slæmu augnabliki, því
að þá var hann staddur inni í
húri — lijá sex Ijónum.
Hvert af öðru stukku ljónin nið-
ur af háu stólunum, sem þau
höfðu staðið á. Þau sveifluðu
skotlunum fram og aftur. Þau
nálguðust ljónatemjarann ofur
hægt, þumlung fyrir þumlung.
Það ríkti dauðakyrrð í tjaldinu.
Það heyrðist jafnvel hvorki
skrjáfa í leikskrá né braka i
stól. Síðast brá fyrir einhverj-
um dökkum skugga, þegar mað-
ur einn hljóp i áttina til búrs-
ins. Hann var prestklæddur.
Hann greip stól og varpaði hon-
um yfir rimlana, þannig að hann
lenti inni í miðju búrinu. Ljónin
hörfuðu urrandi undan. Hann
hrópaði skipun um, að einhver
opnaði fyrir ganginn, sem lá
frá búrinu til dýrageymslanna
að tjaldabaki. Síðan steig liann
tómhentur inn i búrið. Kona
nokkur æpti, en óp hennar dó
snögglega út, likt og einhver
liefði tckið fyrir munninn á
henni.
Presturinn hafði aldrei fyrr
verið inni í búri með villidýrum,
en hann hafði oft horft á dýra-
temjara við störf sín og þekkti
8
— Reader's Dig. —