Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 161
FYRSTl BRA UTR YÐJANDI...
159
anum viðurkenndu hann ekki
fyrr en þá kannske skömmu
fyrir dauða hans.
Og þ. 13. ágúst árið 1863 dó
liann 65 ára að aldri. Ein af
síðustu setningunum, sem hann
mælti, var þessi: „Ef mér batnar,
ætla ég að gera margt dásamlegt.
Hugur minn er sneisafullur af
hugmyndum.“
En síðustu orðin, er snertu
þennan mikla listamann og lif
hans, eru samt i raun og veru
þau, sem getur í skrá yfir sýn-
ingu málverka hans, sem haldin
var i París i ár í tilefni af því,
að öld er liðin frá dauða hans:
Þar stóð meðal annars: „Eug-
éne Delacroix er einn þeirra,
sem varpað hefur dýrðarljóma
á nafn Frakklands.“
C
Bandarískir stúdentar bíða með að taka við stjórn heimsins,
þangað til Þeir útskrifast. Stúdentar í öðrum löndum heimta að
fá að taka við stjórn hans þegar á fyrsta háskólaári sínu.
Bill Vaughan
Göngur er bezta líkamshreyfingin, ef manni tekst að komast
undan þeim, sem ekki eru labbandi.
Herbert V. Prochnow
Sömu möguleikarnir fyrir alla eru sömu möguleikarnir til þess
að sýna fram á ólíka hæfileika. Viscount Samuel
Sérhver maður í víðri veröld uppsker það, sem hann sáir....
nema sá, sem leggur stund stund á garðyrkju í tómstundum sínum.
Cholly Knickerbocker
Úr kvikmyndaauglýsingu: „Saga um ástríður, blóðsúthellingar,
girnd og dauða.... í stuttu máli um allt, sem gerir lífið þess
virði, að því sé lifað.“
Það er að lokum minnst um vert, hvað vér hugsum, eða hvað
vér vitum, eða hvað vér höldum, — hið eina, sem allt veltur á,
er hvað við gerum. Ruskin