Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 98
9<j
ÚRVAL
við œðarnar á laufinu. Einnig
eru til hitabeltisskordýr, sem
fara í hópum, og þegar þau
setjast í blómskrúð trjánna, snúa
þau sér öll þannig, að þau falli
algerlega inn i mynztur ])lóm-
anna.
Fjaðraskraut karlfuglsins er
að sjálfsögðu augnayndi kven-
fuglinum, en getur eins haft
raunhæfa þýðingu kvenfuglinum
til verndar og varnar, þar sem
það dregur athyglina frá fjaðra-
ham hennar, sem er yfirleitt
allur látlausari ásýndum. Þá
eru sumir karlfuglar þannig
gerðir frá náttúrunnar hendi,
að þeir geta brugðið fyrir sig
mikilúðlegum litum i því skyni
að skjóta meðbiðlum sínum
skelk í bringu. Til er kínversk
fasantegund, sem ber rauðar
blöðrur á hálsi, undir kjálka-
barðinu, og blæs þær út, þegar
annar karlfasani nálgast, og
verða þær þá furðustórar og
sterkrauðari en nokkru sinni
fyrr. Viti hinn karlfasaninn sig
ekki hafa jafnmiklum blöðrum
af að státa, fer oftast þannig,
að hann dregur i land og laum-
ast á brott átakalaust. En séu
blöðrur þessar málaðar svart-
ar með vatnslit, ræðst hinn
karlfasaninn viðstöðulaust á
þann, sem þeim brögðum hefur
verið beittur, og tekur þá ekki
minnsta tillit til stærðar þeirra.
Þegar sjónhverfingalist meðal
dýranna ber á góma, verður
Kornhænan liggur hljóðlát, en vökul í hreiðri sínu og virðist sem óaðskiljan-
legur hluti af umhverfinu.