Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
Oddur lengi föður síns, því að
hann lézt, á meSan sonur hans
var á unglingsaldri. Ekkjan varS
brátt aS hætta búskap, hún flutti
aS Mörtungu, en Oddur var um
skeiS hjá sambýlismanni þeirra
þar i Eintúnahálsi, er Ketill
hét. Var þá tvíbýli á kotinu og
enn um nokkur ár. Eftir árið
hafði Oddur vistaskipti og réðst
i vinnumennsku til frænda síns,
Odds Oddssonar í Mörtungu, þar
sem móðir hans var fyrir. GuS-
rún systir hans réðst í vist til
'Bjarna Jenssonar læknis á
BreiSabólsstaS, hins valinkunna
heiðursmanns og góða læknis,
sem frægur varð fyrir að taka
limi af þýzkum strandmönnum
við hinar frumstæðustu aðstæð-
ur, eins og þá var i sveitum.
Hlaut hann fyrir það viðurkenn-
ingu frá þýzka ríkinu, krónu-
orðuna prússnesku.
Þarna í Mörtungu missti Odd-
ur móður sina. Hann var þó
áfram og mun hafa fljótt orðið
lielzta stoð frænda síns i bú-
skapnum, enda var Oddur bóndi
kominn á efri ár.
Mörtunga er vestasti bærinn
á Austur-Siðu. Stendur hann í
þröngu dalverpi undir Kaldbak.
Geirlandsá rennur í gljúfrum
eftir dalnum, unz hún breiðir
sig um aura niðri á láglendinu.
Fjallendi norðvestur af Mörtungu
nefnist Lambatungur. Er þar
gljúfrótt mjög, einstigi mörg og
stórhrikalegt landslag. Þó er þar
góð sauðfjárbeit, en land er þar
mjög erfitt og hættulegt til smöl-
unar. Hafa án efa margir komizt
í hann krappan í smalamennsku
í fjöllum þessum og er raunar
furða, að ekki hafa hlotizt slys
af, svo vitað sé. Þarna hefur
eflaust verið erfiðasta fjárgæzla
í héraðinu. Oddur SigurSsson
hefur því snemma vanizt fjall-
göngum. Svo brattgengur var
hann og fimur i klettum, að frá-
sagnir ganga um það, þó ekki
verði þær greindar hér í smá-
atriðum. Hann var þannig fram
á elliár.
Oddur Oddsson í Mörtungu
var um margt sérstæður. Hann
var ókvæntur alla ævi, en hafði
ráðskonu. Oddur var heljar-
menni að burðum og harðjaxl
við sjálfan sig, en gerði vel viS
vinnufólk sitt. Þá var venja aS
fara í kaupstaðarferðir til Eyr-
arbakka. Innlegg Odds var ætið
myndarlegt, og hann fékk hæsta
verð fyrir ull sína, en misbrest-
ur mun hafa verið á verkun
hennar hjá ýmsum. Oddur var
fornmannalegur i útliti, enda
mun hann um margt hafa liaft
hugsunarhátt fornmanna. Hann
vor fornbýll, og skemma hans
mun hafa verið útbúin af mat-
vöru og brennivíni til að gæða
gestum á og heimafólki við ýms