Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
um efnum hennar. Allar tegund-
ir lífs á jörðunni, allt frá sýklum
til fila, liafa DNA í frumum
sínum, sem stjórnar allri starf-
semi þeirra.
Undursamlegir boöberar. DNA
stjórnar með aðstoð furðulegs
kerfis „sendiboða", sem skapa
og sjá um alla byggingu frum-
unnar. Þessir sendiboðar eru
nefndir ribonucleid acid eða
RNA, og líkjast i útliti og starfi
mjög DNA, að því undanskildu
að þeir bafa útgönguleyfi út úr
kjarnanum. Fyrst leggjast þeir
saman, húsbóndinn, DNA, og
sendiboðinn RNA —- vefjast
þétt saman, og með elektronisk-
um hraða ritar DNA kafla af
dulmáli sinu á RNA. Siðan hrað-
ar RNA sér út í völundarhús
frumunnar, þar sem dulmáls-
kafla þess er breytt í efnakljúfa,
hvern á fætur öðrum. Fyrir
hvern efnakljúf stafast svo úr
dulmálinu fyrirskipun um að
framkvæma eitthvert ákveðið
verkefni: að vinna að einhverri
uppbyggingu í frumunni sjálfri
eða að flytja boð til annarrar
frumu. DNA allra fruma notar
þannig RNA sem meðalgangara
til að geta ræðzt við. Með ein-
hverjum hætti komast þær að
samkomulagi um, að vinna sam-
an að því, að gera úr þessum
eða hinum billjónahópnum af
frumum, ýmist hund eða hest
eða fíl — eða mig og þig.
Þessar nýju uppgötvanir lofa
miklu. Þegar kynslóðir framtið-
arinnar líta um öxl til vorra
tima, kynni svo að fara, að þær
teldu rannsókn innri hlutanna
— djúp hinna lifandi fruma —
langtum mikilvægari fyrir mann-
kynið, heldur en hin áberandi
og mjög umtöluðu afrek geim-
faranna.
Mike Todd, jr, kvikmyndaframleiðandi skýrir frá þvi, að afrísk-
ur hausaveiðimaður hafi gefið öðrum hausaveiðimanni eftir-
farandi skilgreiningu á fyrirbrigðinu sjónvarp: „Það er stórkost-
leg vél, sem Þeir geta verkað og minnkað heila skrokka í, ekki
bara hausa. The Hollywood Reporter
Það, sem gerir lifið svo flókið á þessari geimvísindaöld, er sú
staðreynd, að spádómar verða að sagnfræði, áður en þeir eru
orðnir samtiðarfréttir Herbert Bayard Swope, jr.