Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 143
í KLAUSTURSKÓLANUM
141
listrænni efni, og þá sneri Prí-
orinnan aftur til St. Marksskól-
ans ákveSin í að fylla líf okk-
ar hljómlist, málaralist eða leik-
list.
Eftir eina slíka ferð tilkynnti
Príorinnan okkur, að viS vær-
um allar klunnalegar, stirSbusa-
legar og ofboSslega klaufalegar
í hreyfingum og allri framkomu.
Þess vegna hafSi hún tryggt
sér krafta frú Mabel Dowling
Phipps, sem átti að kenna okk-
ur „tjáningardans".
„Ef allt gengur aS óskum,“
sagði Priorinnan, „hefur frú
Phipps lofað mjög „spennandi"
námsskrá handa okkur í vor.
Og hér er frú Mabel Dowling
Phipps sjálf komin,“ sagði hún
og rétti út höndina í áttina til
frú Mabel Dowling Phipps. Frú
Mabel Dowling Phipps gekk
fram og dansaði umhverfis Prí-
orinnuna. Þetta voru óvæntar
hreyfingar, sem gerðu það að
verkum, að Príorinnan varð
dálítið vandræðaleg.
„Ó, elskurnar mínar litlu, ég
veit bara, aS þetta verður mest
töfrandi hópurinn, sem ég hef
kennt. Jæja,“ sagði hún svo og
greip Lillian, „IofaSu mér að
sjá þig dansa.“ ÞaS leið næstum
yfir Lillian. „Jæja, það gerir
ekkert, elskan min. Ég skal sjá
um, að þú verðir bezt af þeim
öllum.“ Það var augsýnilegt,
að frú Mabel Dowling Phipps
var ekki aSeins dansmær, held-
ur einnig prýðilegur sölumaður.
Príorinnan brosti í raun og veru
til okkar, þegar hún fór út, en
slíkt hafði ég aðeins séð hana»
gera þrisvar áður.
Frú Pliipps tók strax að æfa
okkur undir danssýninguna,
sem halda átti að námskeiði
loknu. Þegar frú Phipps sagði,
að við þyrftum að greiða 10
dollara fyrir búninga, fékk Prí-
orinnan háðslegt bréf frá pabba.
Augsýnilega hafði hún fengið'
mörg slík, því að hún sendi eitt
af sínum beztu svarbréfum í
dúrnum „ég er að reyna mitt
ýtrasta að búa hana undir líf
siðfágunar“. Við fengum allar
10 dollarana.
En meðan á þessum bréfa-
skriftum stóð, var frú Phipps
að kenna okkur að vera lauf-
blöð, sem svífa glæsilega niður
úr Móðurtrénu á vit dauðans.
„Fyrst skuluð þið bærast og
titra undurhægt, og svo skuluð
þið siga, hægt og hægt. Þið
verðið sífellt máttfarnari. Og
að lokum snúið þið aftur til
þess staðar, sem þið komuð
frá.“ Er hún sagði þetta, var
hún tekin að engjast á leikfimis-
hússgólfinu. Við söfnuðumst
umhverfis hana og störðum á
hana, alveg heillaðar. Ég gat
varla beðið eftir því að byrja