Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 16
14
ÚRVAI
þess að skipta um og taka sér
eitthvert annafi starf, sem reyn-
ir elcki eins á taugaviðhrögð
hans. „Einhvern daginn drepur
hann sig,“ bætir dóttirin við.
Faðir Schönig talar við hann
og sýnir honum fram á, hvern-
ig hann geti skipt um starf, án
þess að honum þyki minnkun
að.
Faðir Schönig fær ekkcrt
kaup, aðeins greiddan kostnað.
Hverjar þær aukatekjur sem
hann kann að fá, þar á meðal
samskot við messur á sunnu-
dögum, eru lagðar í styrktarsjóð
gamalla og óstarfliæfra leikhús-
manna, þeirra, sem fyrrum voru
frægir, en eru nú fallnir í
gleymsku. Hann vonar, að ein-
hvern tíma hafi safnazt nægir
peningar til þess að byggja
dvalarheimili fyrir fólk jíetta.
En jjangað til svo verður, heim-
sækir hann þetta fólk og vakir
yfir þvi. Og búi það í lélegu
húsnæði eða niðurlægjandi um-
hverfi, fær hann það flutt í betri
húsakynni, færir því mat, bæk-
ur og einnig ýmislegt, sem ekki
kann að teljast beinar lifsnauð-
synjar en það hafði áður ánægju
af. í einu ömurlegu herbergi
ralcst hann á loftfimleikamann,
sem eitt sinn hafði verið frægur
og dáður, en var nú að hálfu
leyti lamaður. Lamaði maðurinn
sat í venjuleg'um stól með hörðu
haki. Áður hafði hann svifið
sem silfurfugl uppi undir tjaldi
fjölleikahúsanna. Hann grét,
þegar tveir verkamenn færðu
honum gjöi' Föður Schönigs
nokkru síðar. Það var stór, þægi-
legur hægindastóll.
Áður en fjölleikafólkið eignað-
ist sinn eigin prest, sótti það
messur i bæjuni þeim, sem það
koin við í, og leitaði aðstoðar
bæjarprestanna, þegar gifta
þurfti eða skíra, blessa nýtt
tjald, dýrabúr eða íbúðarvagn.
En það var samt ekki hið sama
og að geta ætíð leitað til ein-
hvers, sem skildi hina furðulegu
lífshætti þessa fólks.
Faðir Scliönig segir: „Nálæg'ð
Guðs er miklu álireit'anlegri
staðreynd á meðal fjölleikafólks
en fólk gerir sér almennt grein
fyrir. Fólk, sem er í nálægð
dauðans í starfi sinu dag hvern,
er mjög móttækilegt fyrir hinu
andlega lífi. En þar eð fólk þetta
er alltaf á sífelldu flakki, hefur
það litla möguleika á að sækja
guðsþjónustur reglulega. Þess
vegna verður kirkjan að koma
til fjölleikahússins, en fjölleika-
húsið til kirkjunnar.“
Fyrir nokkrum árum tók Jó-
hannes páfi XXIII á móti Föður
Schönig og 300 fjölleikamönnum,
körium og konum, sem játuðu
ýmislee tníarbrögð. Veitti hann