Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 136
134
ÚRVAL
nema síðustu þátttakendurnir,
sem voru að strjúka fullgerða
kjólana sína með strokjárni og
búa sem bezt um þá undir
keppnina. Ég vann eins og óð
væri, klippti og nældi með
prjónum, þræddi, bjó til felling-
ar o. s. frv. Þegar kom fram
undir kvöldmat, var ég varla
meir en hálfnuð.
Ég varð að hætta til þess að
fara í kvöldmat. Þegar ég var á
ieiðinni til saumastofunnar að
honum loknum, hitti ég Prior-
innuna, sem var svo hissa á þvi,
að rekast þarna á mig í alger-
lega löglegum erindagerðum, að
hún stanzaði og spurði mig vin-
gjarnlega: „Jæja, hvernig geng-
ur þér svo með kjólinn þinn?“
„Komið og sjáið hann, Prior-
inna,“ sagði ég af miklu göfug-
lyndi. Það hefði verið synd að
segja, að við ættum oft orða-
skipti i svo vinsamlegum dúr.
Þegar við komum til sauma-
stofunnar, var sem Príorinnan
yrði alveg orðlaus. Hún starði
bara á flíkina. Svo spurði hún
alveg umbúðalaust: „Hvernig
tókst þér að komast alveg hjá
þvi að láta köflurnar standast
á? Er kjóllinn kannske úr mörg-
um ólíkum efnum?“
„Þetta er allt saman sama
efnið,“ sagði ég. Ég var orðin
brynjuð fyrir háði hennar, en
samt gat ég ekki að þvi gert, að
tár þreytu og vonbrigða spruttu
nú fram i augum mér. „Mér
finnst efnið fallegt.“
„Áttu nokkurn afgang af efn-
inu?“ spurði hún og greip skær-
in min. Hún raðaði upp mynzt-
urblöðunum í flýti, og ég tók
til við það verkið, sem ég var
leiknust i, að spretta upp saum-
um. Hringt var klukkum til náða,
og hin ýmsu hljóð hins virka
klaustursdags dofnuðu smám
saman, þangað til kyrrð og frið-
ur ríkti. Príorinnan saumaði
alveg dásamlega vel. „Ég vann
einu sinni á tízkusaumastofu,“
sagði hún hugsi. „Það var i
Frakklandi.... Nei, en hvað
þetta er annars fallegt efni!“
Hún raulaði, blístraði og söng.
Gat þetta verið illfyglið okkar?
Við unnum langt fram á nótt,
og þegar við lukum verki okkar,
stóðust allar köflurnar nákvæm-
lega á, hvar sem litið var á flík-
ina, jafnvel i felldu pilsinu.
Kjóllinn var alvcg dásamlegur.
Engin gat trúað sinum cigin
eyrum, þegar fréttir bárust um
það nokkrum vikum siðar, að
ég hefði fengið vcrðlaun, að
vísu ekki þau fyrstu. Var þar
um að ræða nægilegar birgðir
af „Coats and Clarke“ tvinna
fyrir allt lífið, 10 dollara og sér-
staka viðurkenningu. Ég tók
þegar að sjóða saman áætlanir
um dýrlega eyðslu, en Príor-