Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 72

Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL meðan fjárgæzlan var fólgin í að halda fé til beitar. Enginn efi er á, að margur bóndinn hefur átt góðum fjármanni það að þakka, að hann bjargaðist af i harðindaárum, þegar hallæri og fjárfellir vofði yfir heilum hér- uðum. Fjármanna er getið víða i fornbókinenntunum. Sýnir það eitt með öðru, hvílíka þýðingu þeir höfðu, þvi að eins og nóg- samlega er kunnugt, fjallar saga vor nærri eingöngu um höfðingja og deilur þeirra um völd og auð. Alþýðan er nánast ekki til, nema þegar höfðingjarnir þurfa að nota alþýðumennina sem peð i valdatafli sínu. En fyrr sem nú hvíldi þjóðfélagið á herðum þeirra manna, sem vígðu lif sitt stritinu. Þess þarf jafnan að gæta, þegar saga þjóðarinnar er skráð. í bókmenntunum hefur fjár- mannsins verið getið nokkrum sinnum. Þorgils Gjallandi dreg- ur upp myndir af fjárhirðum i sögum sínum, og ógleyman- leg er lýsingin á Ólafi sauða- manni í Heiðarbýlissögum Jóns Trausta. Það er án efa hin sann- asta lýsing á fjármanni, sem til er i bókmenntunum. Loks hefur Gunnar Gunnarsson dregið upp stórfenglega mynd af hinum góða hirði í snilldarverkinu Aðventu. Víðar i bókmenntum hefur fjármannsins verið getið, en hér verður látið staðar num- ið. Saga fjármannanna er nú lið- in. Að vísu er sauðfjárræktin ennþá einn helzti atvinnuvegur þjóðarinnar, en slík gjörbreyt- ing hefur á orðið, að um fjár- menn i eldri merkingu er ekki lengur að ræða. Nú eru menn víst yfirleitt hættir að beita fénu eins og áður. Og jafnvel afréttarsmölun fer fram á ann- an hátt en áður var. Nú eru þess dæmi, að menn fari á bif- reiðum um afréttina! Og unga kynslóðin hefur víst litla hug- mynd um alla þá erfiðleika og hættur, sem feður hennar og afar urðu að leggja sig í til þess að sjá sér og sínum farborða. Ef til vill hefur seigla þjóðar- innar hvergi birzt skýrar en einmitt í gervi hins íslenzka sauðamanns, sem stóð yfir fé sinu frá morgni til kvölds í vetrarbyljum og skóf snjóinn af rindunum, svo að hjörðin gæti náð til jarðar. Það var oft bar- átta upp á líf og dauða. Ekki eingöngu við hriðar og illviðri, heldur miklu fremur við fellis- vofuna, sem ætíð blasti við sjónum bændanna, þar sem hey- fengur var ófullnægjandi og eina úrræðið var þvi að „setja á guð og gaddinn“, ef menn ættu að geta gert sér vonir um að geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.