Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
Grikkja og fornnorrænum helgi-
sögnum. En læknisfræðingar
höfðu lítinn áhuga á dvergvexti
þar til seint á 19. öld. Jafnvel
enn í dag er fræðsla i þessu
efni af skornum skammti.
Vera má að ástæðan sé sú, að
þekkingin á eðlilegum vexti er
all mjög á huldu — hvort sem
um er að ræða mannlegar ver-
ur, húsdýr eða jurtir. í stórum
dráttum má segja, að hraði
vaxtarins og lengd vaxtartím-
ans séu undir þremur aðalatrið-
um komin:
1. Erfðum eða kynföstum eig-
inleikum.
2. Næringarástandi.
3. Vökum (hormónum) lok-
aðra kirtla (svo sem heilading-
uls, skjaldkirtils, nýrnahettna,
kynkirtla).
Flestir læknar eru sammála
um, að dvergvöxtur geti stafað
af fleiri en einni ástæðu. Hann
getur stafað frá ótal mörgum
erfðaveilum eða sköpunargöllum
(vanskapnaði), næringarskorti
(almennt eða á vissum efnum),
ófullnægjandi vakastarfsemi —
eða einhvers konar samblandi
af þessum ástæðum.
Meðfæddur dvergvöxtur kem-
ur venjulega fyrir á börnum
eðlilegra foreldra. Barnið er þá
oft smávaxið við fæðingu, vex
hægt, og hættir loks alveg að
vaxa. Og þegar það nær full-
orðinsaldri er beinagrindin smá,
en í réttum hlutföllum og kyn-
þroskinn eðlilegur. Sjúkdómar i
vaxtarbrjóski og óreglulegur
brjósk- og beinvöxtur getur einn-
ig valdið hindrun á vexti. Slíkt
ástand geta læknar greint á
röntgenmyndum, sem sýna mis-
vöxt í beinagrindinni.
Dvergvöxtur af næringarástæð-
um getur stafað af sjúkdómi
eins og beinkröm (af D-fjörefn-
isskorti) eða af skorti á hitaein-
ingum (sökum innyfla- eða lifr-
arsjúkdóma). Nýrna- og lifrar-
bólgur geta einnig dregið úr
vexti. En eintómt lystarleysi get-
ur aldrei valdið dvergvexti.
Ónóg og óregluleg vakakirtla-
starfsemi sem orsök vaxtartrufl-
ana hefur á seinni árum vakið
sérstaka athygli. Ónógir heila-
dinguls- og skjaldkirtilsvakar
eru taldir helzta orsök dverg-
vaxtar, en ónógir kynvakar
þykja einnig grunsamlegir.
Sé skortur á heiladingulsvök-
um, verður beinagrindin smá-
vaxin en í réttum hlutföllum
og kynþroskanum seinkar.
Skortur á skjaldkirtilvaka dreg-
ur einnig úr andlegum þroska.
Skorti á kynvökum fylgir kyn-
ferðilegur bráðþroski, en jafn-
framt stöðvast vöxturinn.
Það er ekki óalgengt að dverg-
vextinum sé ekki veitt athygli
fyrr en á 8. eða 9. aldursári.