Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 19
UM NÆSTU ALDAMÓT
17
„Heilsulindum náttúrunnar“ og
hagnýtingu þeirra í þarfir al-
mennings þar í landi.
Svo segja þeir vísu menn, að
árið 2000 verði vinnuvikan í
Bandaríkjunum 31 klukkustund,
mánaðarleyfi á föstu kaupi viss
regla, ferðalög þrefalt meiri en
nú tíðkast, og fimmtánfölduð
tala þeirra fjölskyldna, sem hafa
20,000 dollara árstekjur og þar
yfir.
Þá segja skipulagsfrömuðir
þessir, að ríkisstjórnin muni
hafa aukið útgjöld hins opinbera
mn 350%. En sökum þess hve
tekjur hafa stóraukizt, muni að
öllum líkindum ríkjandi algert
greiðslujafnvægi, og sennilegt, að
skattar hafi lækkað nokkuð frá
því, sem nú er.' Þeir telja, að
árið 2000 verði minni hluta af
ríkistekjum varið til landvarna
en nú er, og fáist þar þó meira
fyrir hvern dollar. Sá útgjalda-
liðurinn, sem mest hækki, verði
til almennrar menntunar, land-
búnaðarframfara og samgangna.
Talið er líklegt, að fjárfesting
i verksmiðjum og vélum verði
þá fimmföld á við það, sem nú
er meðaltal. Mest og hröðust verð
ur útþenslan í öllum rafmagns-
iðnaði. Fjárfesting í byggingum
hefur þá þrefaldazt, segja skipu-
lagsfrömuðirnir, og milljónir
Bandaríkjamanna hafa eignazt
eða hafa tekið á leigu tvær í-
búðir.
Bílatalan hefur þrefaldazt,
verður komin upp í 176 milljón-
ir. Ef til vill hefur eitthvað af
svifbílum verið tekið í notkun,
„en þó virðist það enn lengra
undan, að farartæki á hjólum
verði yfirleitt úr sögunni.
Yfirleitt er það spá þessara
sérfróðu skipuleggjara stjórnar-
innar, að aldrei hafi þjóðin átt
við neinna viðlíka velmegun að
búa og þegar 21. öldin gengur
i garð, en fólksfjöldinn hefur þá
líka tvöfaldazt. Það skapar sín
vandamál.
Nefnd sú, sem áður er á
minnzt, er óháð og var skipuð
af bandaríska þinginu árið 1958
með Laurence S. Rockefeller,
forseta Rockefellersjóðsins, í
forsæti. Aðalviðfangsefni hennar
var að gera sér grein fyrir auk-
inni þörf fyrir þjóðgarða og
öðrum slíkum kröfum í sam-
bandi við sívaxandi fólksfjölda,
aukin peningaráð almennings
og auknar tómstundir.
Nefnd þessi skilaði af sér
störfum í septembermánuði 1962,
en hin hagfræðilega greinargerð,
sem samin var fyrir frumkvæði
hennar, hefur fyrst nú fyrir
skömmu verið birt almenningi.
Þær upplýsingar, sem þar komu
fram og eru fengnar frá banda-
ríska atvinnumálaráðuneytinu og