Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
fjölleikaflokkur tók sér vetur-
setu í heimabæ hans, Bruchsal
í Baden, mátti segja, að litli
snáðinn hefði raunverulega
flutzt að heiman. Klukkan 8 á
morgnana var hann kominn upp
á haus á einhverjum fílnum.
Þegar hann var ekki að sækja
vatn handa hestunum, var hann
að læra að standa á höfðinu
og sveifla sér á lágri svifrá,
hangandi á hnjánum. Töframað-
ur einn sýndi honum, hvernig
draga skyldi dúfur upp úr hatt-
kúf. Trúður einn kenndi hon-
um alls konar fimleika. Þegar
fullorðna fólkið spurði hann að
þvi, hvað hann ætlaði að verða,
þegar hann yrði stór, var svarið
alltaf hið sama: dýratemjari.
Þeg'ar hann varð 17 ára, var
hann tekinn i þýzka herinn,
og var hann skömmu síðar hand-
tekinn af Bretum. Hann eyddi
næstum öllum tima sínum í að
hjálpa sjúkum og hjúkra þeim
og telja kjark i samfanga sina.
Hann uppgötvaði, að það var
dýpri hamingja fólgin í sliku
en að temja dýr, hamingja sú,
sem hæg't var að öðlast með
því að hjálpa öðrum. Og hann
ákvað nú að gerast prestur. Og
svo var hann vígður 26 ára að
aldri.
En svo fór, að innan skamms
varð fjölleikahúsið samt mið-
depillinn i lifi hins unga prests.
Hann starfaði þá við kennslu
í einkaskóla. Var hann þar
bekkjarkennari i mjög erfiðum
bekk og réð ekki við starfið.
Piltarnir neituðu að læra. Þeir
hlógu storkandi, þegar hann á-
vitaði þá. Dag einn tilkynnti
hann, að hann ætlaði að stofna
fjölleikaflokk i skólanum. Og
samstundis urðu hinir mótþróa-
fnllu unglingar hlýðnir og dug-
andi nemendur, vegna þess að
þeir einir, sem stóðu sig vel
við námið, gátu fengið að koma
fram í skólafjölleikaflokknum.
Einkunnir þutu upp, og það
kom sjaldan fyrir, að heimavinna
væri vanrækt.
Gamlir kunningjar hans úr
fjölleikaflokknum sendu honum
apa, þvottabirni, páfagauka og
nokkra hesta. Trúðar og loft-
fimleikamenn litu inn til þess
að kenna piltunum handahlaup,
línudans og hestatamningu.
tvisvar á ári voru haldnar sýn-
ingar, sem fólk úr hænum keypti
sig inn á. Piltunum Þótti óskap-
lega vænt um fjölleikaflokkinn
sinn.
Fyrir ]>restinn unga var þetta
byrjun nýs lífs. Og i þessu nýja
lífi sínu gat hann sameinað
bæði þau störf, sem honum þótti
svo vænt um: fjölleikahússtarfið
og prestsstarfið. Hann eyddi
tveim sumarleyfum sem prestur
allra fjölleikaflokka Þýzkalands.