Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 153
/ IÍLA USTURSKÓLANUM
151
„Lillian hefur aldrei verið
ung,“ sagði ég.
Príorinnan fór að hlæja, en
ég var gráti næst. „Mér finnst
bara, að Mary hefði átt að segja
mér frá þessu.“
„Já, það finnst mér líka. En
ég býst við, að hún hafi verið
feimin og óttazt, hvað þú mynd-
ir segja. Þú veizt sjálf, að þú
hefðir strítt henni.“
Tárin streymdu niður kinnar
mínar. Þetta var í fyrsta skipti,
sem ég hafði grátið i St. Marks-
skólanum. Príorinnan rétti út
handleggina og lagði þá utan um
mig. „Svona, svona,“ sagði hún,
„þetta er ekki heimsendir. Ég
hef aldrei beðið þig um greiða
fyrr, og mér finnst þú skulda
mér þó nokkra. Viltu fara til
Mary og segja henni, að þú sam-
gleðjist henni?“
„Jæja þá,“ stundi ég upp
grátandi. „Jæja, þá það.“
Priorinnan leiddi mig fram
í anddyri. Ég kom auga á Mary
í hinum enda Jíess og veifaði til
hennar. Svo sneri ég mér grát-
andi að Príorinnunni og sagði:
„En ég mun aldrei skilja, hvers
vegna hún gerði það.“
„Jú, þú munt skilja það,“
hvíslaði hún, “þegar þú verður
fuIlorðin.“
Nokkrar ungar stúlkur, er gjarnan vildu giftast, voru að ræða
starfsval og kosti og galla hinna ýmsu starfa. „Ég ætla að verða
flugfreyja," sagði ein. „Þannig er auðvelt að kynnast ungum
heimsmönnum."
„En það hlýtur að vera einhver önnur leið til þess að kynnast
karlmönnum, sko, einhver, sem er ekki alveg eins þreytandi,"
sagði önnur.
„Það getur svo sem verið,“ sagði hin, „en maður getur ábyggi-
lega ekki fengið neitt betra tækifæri til þess að skoða þá vand-
lega, en þegar þeir eru reyrðir niður með öryggisbeltum."
Parade
„Þegar ég er kominn með annan fótinn í gröfina, skal ég segja
allan sannleikann um kvenfólkið. Ég skal segja hann, stökkva
síðan niður í kistuna, draga lokið yfir mig og segja: Gerið nú
það sem ykkur sýnist.“ Leo Tolstoy