Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
mann við birtuna frá fullri
flösku af skordýrum þessum.
Innlendir íbúar Vestur-Indía
binda risavaxnar eldflugur við
tær sér til þess að lýsa sér að
nóttu. Stúlkur í Brasilíu festa
þær sem „ástaljós“ í hár sér.
Sjávarnótt. Strendurnar og
sandhólarnir, sem eru svo kunn-
uglegir í augum sundfólksins á
daginn, breytast í aðra veröld
að nóttu til.
Strandgróðurinn, fiskarnir og
skeldýrin verða öll fyrir áhrif-
um af myrkrinu og sjávarföll-
unum, en þau verða aftur á
móti fyrir áhrifum frá tunglinu.
Litur sjálfs sjávarins er kominn
undir trilljónum lífvera, sem
gæða hann bleiklitum lit á dag-
inn, en bláleitum, næstum lýs-
andi lit að næturlagi.
Er myrkrið gerir landamæri
sjávar og lands smám saman
óskýrari, leggja krabbahjarð-
irnar undir sig strendurnar.
Þetta eru hlédrægar skepnur,
sem kjósa heldur að liggja i fel-
um á daginn. Sandkrabbarnir
(draugakrabbarnir) sveima
fram og aftur um sandinn, grafa
litlar holur nálægt flæðarmál-
inu og bíða þar eftir því, að
öldurnar velti sér yfir holurnar
þeirra. En á meðan hafa þeir
skilið íbúðirnar sinar eftir opn-
ar, en loka svo göngunum að
þeim, þegar þeir snúa til þeirra
að morgni, og loka þeim mjög
vandlega, þegar þeir leggjast
í vetrardvala. Frændur þeirra,
„fiðlukrabbarnir“, eru nokkurs
konar „litaklukkur“, fölir á
næturnar, en dökkleitir á dag-
inn. Þeir skipta líka um lit
eftir stöðu aðfalls og útfalls.
Nóttin er verndari allra þess-
ara stranddýra og felur þau
augum hungraðra sjófugla. Sum-
ir fiskar nota einnig myrkrið
til þess að vernda sig fyrir ræn-
ingjum. Athyglisvert dæmi um
slíkt er fiskur sá, er nefnist
„grunion“ og heldur sig við
strönd Suður-Kaliforníu. Á viss-
um nóttum frá marz til ágúst-
mánaðar synda þeir þúsundum
saman upp á strendurnar á öldu-
földum, engjast i sandinum
nokkur augnablik og synda síð-
an frá landi með næstu öldu.
Á þeim 30 sekúndum, sem líða
á milli þess, að öldur þessar
skella á ströndinni, grefur kven-
fislcurinn holu i sandinn og
hrygnir þar eggjum sinum, en
karlfiskurinn sprænir siðan
svilum sínum yfir þau. Þetta
gera þeir eingöngu við stór-
streymi, þ. e. hæsta mögulegt
sjávarmál á ströndinni, svo að
þegar stórstreymi lýkur, nær
sjórinn alls ekki til eggjanna,
jafnvel ekki við háflóð, heldur
haldast þau þurr i sinum hol-
um. Tveim vikum síðar skolast