Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 51
HEILASKURÐUR ÁN SVÆFINGAR
49
notaði til þess að örva rafstraum-
inn í heilafrumum mínum.
Röntgenmyndir voru nú tekn-
ar, bæði venjulegar og litmyndir.
Svo sagði dr. Jones lágt: „Ann-
ette, nú þarfnast ég náinnar sam-
vinnu þinnar héðan í frá. Við
ætlum að örva heilafrumurnar,
og þú átt að segja mér nákvæm-
lega, hvað þú finnur og hvar.“
Svo spurði hann mig, hvort ég
væri tilbúin. Ég sagðist vera
það.
Nokkrum sekúndum síðar fann
ég daufan straum fara um lík-
ama minn. Ég sagði: „Mér finnst
sem ég sé að detta af borðinu
vinstra megin.“ Hann svaraði:
„Það er gott. Við reynum aftur.“
í ])etta skipti var straumurinn
sterkari. Ég sagði: „Það er eins
og vinstri fóturinn á mér sé að
renna út af borðinu.“ Nokkrum
augnablikum síðar fann ég, að
einhver lyfti vinstri fætinum
mínum upp á borðið. Svo heyrði
ég lækninn segja: „Viljið þið
taka nokkrar litmyndir i við-
bót?“
Hann örvaði heilafrumurnar
að nýju. „Læknir, nú fannst mér
eins og vinstri vísifingurinn
benti inn á við.“ Dr. .Tones end-
urtók tilraunina og sagði svo:
„Lofið mér að heyra, hvað Ann-
ette sagði, meðan á örvuninni
stóð.“ Ég heyrði eigin rödd og
gerði mér grein fyrir þvi, að
orð mín voru tekin á segulband.
Strax á eftir sagði dr. Jones:
„Annette, ég ætla að nema burt
svolítinn hluta af heila þínum,
en sá hluti veldur sjúkdómi þín-
um að nokkru leyti.“
Svo heyrði ég orðin, sem ég
mun aldrei gleyma: „Annette,
minnstu þess, að ég er aðeins
mannlegur.“
Nokkrum mínútum síðar heyrð-
ist málmhljóð, þegar hann lagði
frá sér skurðtækið, sem liann
hafði notað. Og nú vissi ég, að
búið var að skera. Ég leit á
klukkuna. Hún var 2.30. Hversu
lengi skyldi þetta standa?
Dr. Jones sagði nú: ..Annette,
ég ætla að örva heilafrumurnar
enn einu sinni. Gjörðu svo vel
að segja mér, hvað þú finnur.“
Ég fann strauminn, og á sama
augnabliki fannst mér vinstra
auga mitt vita inn á við. Örvunin
var endurtekin. Svo sagði dr.
Jones: „Ég ætla að nema burt
annan litinn heilahluta.“
Og á þessu þýðingarmikla úr-
slitaaugnabliki sagði ég: „Lækn-
ir, mér líður eitthvað svo ein-
kennilega. Ég hef aldrei fundið
til þessarar tilfinningar áður.
Ég held, að það sé að byrja
kast.“ Ég heyrði glamra á málmi,
er hann lagði frá sér skurðtækið.
Og nokkrum augnablikum síðar
kom kastið, aðeins smákast.
„Hvað sýnir mælirinn?“ spurði