Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 53
HEILASKURÐUR ÁN SVÆFINGAR
51
Skurðaðgerð þessi er m.iög ó-
venjuleg og aðeins framkvæmd í
vissum sjaldgæfum tilfellum sér-
staks eðlis. Fyrir 99% allra floga-
veikra sjúklinga væri hún hvorki
möguleg né gerði þeim nokkurt
gagn. Einnig skyldi hafa það í
huga, að skurðtækni sú, sem ung-
frú Anseimo lýsir, hefur síðan
breytzt vegna framfara í tauga-
skurðlækningum síðasta áratuginn.
1 Þessu tilfelli heppnaðist skurð-
aðgerðin mjög vel. Annette Ansel-
mo lifir nú starfsömu, virku lífi
og þarf ekki að búa við neinar
hömlur, aðeins taka dálítið af með-
ulum. Hún fær enn flogaköst, en
venjulega væg og stutt. Þau koma
alltaf að næturlagi og aðeins 2—3
á ári. En minningin um þessa ó-
venjulegu reynslu mun að líkind-
um seint dofna í huga henni.
Ég vinn í glervörudeild í stórri verzlun. Eitt sinn komu Þang-
að ung hjón, sem voru að reyna að velja jólagjafir. Ég sýndi þeim
ýmsa muni í þeim verðflokki, sem þau höfðu nefnt. Síðan lét ég
þau afskiptalaus, á meðan þau ræddu Þetta nánar. „E'lskan!"
heyrði ég, að ungi eiginmaðurinn sagði við konu sína. „Við skul-
um gefa henni ömmu þinni þennan fallega öskubakka."
„En ástin mín,“ svaraði eiginkonan, „við getum alls ekki gefið
henni ömmu öskubakka. Nú, hún langamma veit jafnvel ekki,
að hún amma er farin að reykja Mrs. Graham Powell
„Hvort vildu heldur fá minkapels í giftingarafmælisgjöf eða
skemmtiferð til Svíþjóðar?" spurði eiginmaður konu sina.
„Við skulum fara til Svíþjóðar," svaraði eiginkonan. „Mér skilst,
að minkapelsar séu miklu ódýrari þar.“
Tempo Illustrato
Á vetraríþróttamóti miklu í Grossinger var náungi einn að
gorta af því, hvílíkur listamaður hann væri á skautum. Hann
sagðist geta gert alls konar hundakúnstir, t. d. búið til tölustaf-
inn 8.
„En það er enginn vandi,“ sagði annar.
„Aha, já, en ekki ef það er gert með minni aðferð," svaraði
sá fyrrnefndi. „Sko, ég bý nefnilega til 5 með öðrum fætinum
og 3 með hinum.“
Bennett Cerf
Sérhver kona er a. m. k. einu sinni ævinnar nógu fljót að búa
sig. ... þ. e. a. s. nema hún giftist aldrei.