Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
„Jæja, hverjar eruð þið þá?“
spurði ungfrú Connelly. „Stafið
nöfn ykkar.“
„F-a-y W-r-a-y,“ stafaði sú
litla, ljóshærða hægt.
Ef til vill hefur ungfrú Conn-
elly ekki kannazt við nafn þess-
arar kvikmyndastjörnu. „Næsta,“
sagði hún. Nú var komið að
mér.
„Nafn mitt er Pawnee, og ég
er óblandaður Seminoleindi-
áni.“
Ungfrú Connelly skrifaði þetta
hjá sér, og sú litla, ljóshærða
leit til mín viðurkenningar-
augnaráði. Svo stigum við upp
í vagninn og lögðum af stað til
skólans.
St. Markskvennaskólinn hreiðr-
aði um sig utan í liæð upp af
lygnri á og liktist risastórri,
feitri, gamalli kerlingu, sem er
aJveg sokkin ofan í djúpan liæg-
indastól. Þetta var aðalbæki-
stöð klausturreglunnar auk þess
að vera skóli. Þarna dvöldu ung-
nunnurnar, meðan á reynslu-
tíma þeirra stóð, og þangað
komu gamlar reglusystur til þess
að deyja. Byggingarstíllinn var
líkastur því sem í ævintýri væri,
turnar og spírur, útskot og stall-
ar. Byggingarnar voru víggirt-
ar með 9 feta háum vegg um-
hverfis garðinn og heljarmiklu
hliði, og var hvmrt tveggja styrkt
á allan hugsanlegai hátt, nema
kannske ekki með bjórflösku-
brotum. Það vantaði aðeins
síki og vindubrú til þess að ein-
angra okkur fullkomlega frá
umheiminum.
Ungfrú Connelly þrammaði á
undan okkur með Olympíuleikja-
hraða í gegnum dimman aðalsal
skólans í áttina til skrifstofunn-
ar, þar sem við biðum, lafmóðar
og kófsveittar á meðan hún
sótti Príorinnuna. Það var likt
og í auglýsingum kvikmynda-
húsanna. Það virtist 20 stigum
svalara innan klausturveggj-
anna en utan, en við komumst
að þvi seinna, að sama gilti einn-
ig á veturna sem á sumrin.
Skyndilega sneri ungfrú Conn-
elly aftur. „Stúlkur," sagði hún,
„þetta er Príorinnan.“
Við hcyrðum til hennar, áður
en hún birtist okkur. Við heyrð-
um mjúklegt glamrið í kúlum
talnabandsins, sérkennilegt
hljóð, sem átti eftir að fylgja
mér i vöku og draumi allan
tímann, sem ég dvaldi í St.