Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
á næringarefnavinnslu jurtanna
á hverjum sólarliring (24 tím-
um). Op á blöðunum sjúga í
sig kolsýruloft fyrir áhrif birt-
unnar og gefa frá sér súrefni og
vatnsgufu. í myrkri verður þessi
næringarefnavinnsla alveg þver-
öfug, og þá gefur jurtin hægt
frá sér kolsýruloft.
Fuglar Flestir fuglar tilheyra
ríki dagsbirtunnar. Á tímabilinu
milli dögunar og rökkurs leika
þeir sér, nærast og eðla sig.
AthyglisverSar undantekningar
er þó ugluættin. Augu hennar,
sem beinast fram á viS, eru
þannig gerð, að þaú sjá í hálf-
gerðu myrkri. Augu hennar
draga aíla bittuna saman i litl-
um bletti á sjónhimnunni með
„sjónaukaaugum“ sinum,
Skáldin hafa tekið ástfóstri
við næturgalann, hinn evrópska
meðlim þrastarættarinnar, en
hann syngur sina töfrandi ástar-
söngva aðeins að næturlagi. En
söngfugl Norður-Ameríku, kard-
ínálinn eða rauðfuglinn, gengur
aftur á móti til náða um 10 mín-
útum fyrir sólsetur og stein-
þegir alla nóttina.
Næsta liálftímann eftir sól-
setur ganga þeir fuglar til náða,
sem lifa á fræjum og skordýr-
um, þótt rauðbrystingurinn og
„eftirhermufuglinn“ haldi stund-
um áfram að syngja fram i rökk-
ur. Er myrkrið sveipar biæju
sinni um trén, hljóSnar liið
hrjúfa garg krákunnar, en i stað-
þess kemur hið furðulega kall
nátthrafnsins (wliippoorwill) og
ýmis minni háttar hljóS, sem
sofandi fuglar gefa frá sér. Ugl-
an vælir til þess að vara alla
óviðkomandi við að koma inn
á yfirráðasvæði hennar, en þeg-
ar hún steypir sér yfir eitthvert
ólánsamt nagdýrið, er flug
hennar algerlega hljóðlaust,
vegna þess að mjúkum fjöðrum
hennar er komið fyrir á alveg
sérstakan hátt til þess að tryggja
það.
Fleiri tegundir norður-amer-
ískra farfugla ferðast að nóttu
en á degi. Á meðal þeirra má
telja alls konar strandfugla,
músarrindla, þresti og ýmsa
spörva. Fuglarnir sjá betur að
deginum og Móðir Náttúra hef-
ur augsýnilega skipulagt þetta
næturflug, svo að fuglarnir geti
hviizt og nærzt að deginum,
þegar auðvelt er að koma auga
á fræ, ávexti, skordýr og íiska.
Á meðal farfugla þeirra, sem
ferðast að degi til, eru endur
og gæsir, lómar, trönur, peli-
kanar, svölur og' haukar. Margir
farfuglar leggja nótt við dag
á ferðum sinum.
Fuglarnir fljúga ekki eingöngu
eftir tungli og stjörnum í nætur-
flugi sínu, vegna þess að far-
fuglahóparnir halda einnig á-