Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
að nægilegt magn af lientugri
átu sé fyrir hendi, þcgar seiðin
hafa lokið forðanæringunni. Ef
svo er ekki, á sér stað fjölda-
dauði á seiðum, sem hreinlega
svelta í hel. Við sjáum því, hve
hin minnsta truflun á samspili
náttúrunnar getur haft afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir afkomu
seiðanna og þá um leið á styrk-
leika viðkomandi árgangs fisk-
stofns.
Þótt fæða fyrir seiðin hafi ver-
ið nægileg á réttum tíma, svo
fyrstu afhroðin hafi orðið minni
en ella, þá eru samt margar hætt-
ur enn á lífsleiðinni næstu vik-
urnar og mánuðina. Það hefur
t. d. verið tekið eftir því, bæði
í tilraunabúrum og í náttúrunni,
að hjá seiðum margra fiskteg-
unda á sér stað fjöldadauði, þeg-
ar þau eru 30—40 daga gömul,
án þess að fæðuskorturinn komi
til. Ekki er vitað enn með vissu
hvað veldur. Líkleg ástæða hefur
verið talin bakteríusjúkdómur.
Það yrði of langt mál að telja
hér upp allar þær hættur, sem
steðja kunna að svo viðkvæm-
um lífverum, sem rekur meira
eða ininna ósjálfbjarga um hafið.
Yfirleitt eru það — auk þeirra,
sem þegar hafa verið nefndar
— þær sömu og fyrir eggin, það
er: hafrót, snöggar breytingar
á hita, seltu og súrefni sjávar-
ins o. s. frv. og að lokum, að þær
eru étnar í stórum stíl. Get ég
ekki látið hjá líða að geta þess
síðast nefnda hér nokkru nánar.
Það ríkir vissulega ekki síður
meðal fiska en annarra dýra í
dýrarikinu reglan, að éta og
vera étinn. En þarna ganga
margar fisktegundir feti fram-
ar en flest önnur dýr. Það er
eðlilega algengasta reglan, að
stórvaxnar fisktegundir éta smá-
vaxnari eins og t. d. þorskur,
síld og loðnu. En ekki nóg með
það, heldur er það furðu algengt,
að fullvaxnir fiskar éta ungfiska
og seiði sömu tegundar. Þetta
er heldur óvenjulegt meðal land-
dýra. Ég get ekki lokið þessu
spjalli um dauðaorsakir seiðanna
án þess að minnast á þátt svart-
fuglsins. Hinn kunni danski
náttúrufræðingur Dr. Vedel
Taaning, sem nú er látinn, gerði
nokkrar athuganir á þessu í
rannsóknarleiðöngrum til ís-
lands fyrir 1930. Hann bendir
á, að það séu kynstrin öll af
fiskaseiðum, sem þessir fuglar
taka yfir sumarmánuðina. Hann
segir meðal annars: „Ef gert er
ráð fyrir, að í Látrabjargi einu
séu 50 þúsund svartfuglar, sem
ugglaust er mörgum sinnum of
lítið, og hver fugl éti 500 þorsk-
og ýsuseiði á dag (hann befur
sýnt fram á, að það er sízt of
hátt áætlað), þurfa fuglarnir i
Látrabjargi 750 milljónir sér til