Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 81
ÖGLEYMANLEGUR MAÐUR
79
rekinn myndarbúskapur í Skál
og heyskapur allur tekinn á rækt-
uðu landi. Eru það mikil um-
skipti frá því, sem áður var.
Oddur var áfram í Skál, þótt
hann léti af búskap, og hafði
nokkrar kindur sér til skemmt-
unar. Hann hafði tvo um áttrætt,
er hann andaðist siðsumars árið
1956.
III.
Það getur vart talizt ómaksins
vert að rifja upp æviatriði
manna í þeim tilgangi einum
að telja upp erfiðleika lifsbarátt-
unnar og hættur þær, sem ætið
steðjuðu að, hvort heldur var á
sjó eða landi. Erfiðleikar hafa
verið hlutskipti flestra á okkar
harðbýla landi, áður en nútíma
tækni gerbreytti lifnaðarháttun-
um. Enda var slíkt ekki tilgang-
urinn með linum þessum. Það
telst naumast til tíðinda, að
menn hafi í sig og á með þrot-
lausu striti, því að það hefur
verið algengast. Sumir menn eru
þannig gerðir, að þeir böðlast
áfram gegnum lifið, án þess að
líta til hægri eða vinstri. Slik-
um mönnum verður oft mikið á-
gengt. En sá maður, sem hér
hefur verið litillega sagt frá,
fór hægt að öllu en vannst þó
allt vel. Hér að framan var
minnzt á f jármennsku hans. Það
er ekki ofmælt, að lýsing Jóns
Trausta á hinum góða fjármanni
eigi við Odd í Skál. Fjármennsk-
an.var honum list. Það var ekki
aðeins, að hann væri nákvæmur
við hirðingu fjárins, til þess að
það gæfi sem beztan arð, eins
og eðlilegt er hverjum góðum
bónda, en auk þess var honum
umsjá fjárins líf og yndi. Hann
þekkti allar kindurnar af svipn-
um einum. Hvort heldur hann
stóð yfir fé úti á víðavangi og
mokaði snjónum fyrir það, eða
gaf því á skalla, eins og komizt
er að orði þar eystra, var hann
jafn natinn og þolinmóður. Enda
var fé hans ætíð vænt og þrif-
legt. Snyrtimennsku hans í um-
gengni var viðbrugðið. Það var
gaman að koma í gripahús og
hlöður í Skál. Hver krókur og
kimi var hreinsópaður og hey-
stálið svo slétt eins og það hefði
verið skorið með hníf. Allur
búskapur hans einkenndist af
stakri snyrtimennsku. Enda þótt
fremur lítið væri um verklegar
framkvæmdir i tíð hans, fylgd-
ist hann vel með því, sem gerð-
ist. Hann lagði í talsverðar fram-
kvæmdir, endurbyggði bæ sinn
og fénaðarhús, girti tún og
nátthaga og vann að þessu að
miklu leyti einn framan af bfi-
skaparárum sínum. Snemma fór
hann að hafa orð á, að gott
væri að virkja bæjarlækinn og
veita Ijósi og yl í bæinn. En úr