Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 131
/ KLAVSTURSKÓLANUM
129
sagði hún. „Og' þar ern þær i að
minnsta kosti klukkutíma."
„Allt i lagi,“ sagði ég. En það
væri vissara að fá hana Murphy
til þess að standa á verði við
dyrnar.“
Þyrftum við á vinkonu að
halda, völdum við hana Murphy
alveg hiklaust. Hún hafði ráð
undir rifi hverju, og þáu frekar
tvö en eitt. Við þrjár brölluð-
um margt saman, saumuðum
saman hálsmálið á náttkjólum
systranna eða læstum hurðunum
að baðherbergjunum þeirra að
innanverðu og klöngruðumst
siðan út um gluggann. En í hvert
sinn sem við Mary náðumst,
slapp hún Murphy alltaf eða var
jafnvel heiðruð fyrir eitt eða
annað.
Hin kanellitu, tryllingslegu
augu Murphy ljómuðu við hugs-
unina um „klausturferð“. Og
siðdegis dag nokkurn, rétt eftir
að systurnar héldu til bæna, hóf-
um við rannsóknarleiðangur
okkar og treystum á varðstöðu
Murphy.
Þetta reyndist svo auðvelt, að
við urðum bara fyrir vonbrigð-
um með allt saman. Við reik-
uðum úr einu herberginu i ann-
að. Flest þeirra voru svefnher-
bergi eða svefnskálar, þar sem
ungnunnurnar sváfu. Þetta leit
allt út eins og sveitarlimadeild
á sjúkrahúsi. Herbergi Príorinn-
unnar var jafnvel óskaplega fá-
tæklegt og snautt af þessa heims
gæðum.
„Jæja, hvernig var þetta allt
saman?“ spurði Murphy okkur,
þegai' við komum úr leiðangrin-
um. „Sáuð þið nokkrar skyrtur
úr hárum, hlekki eða pyndinga-
tæki?“
Við fullvissuðum hana um,
að klaustrið væri ósköp leiðin-
legt og tilbreytingarlaust og
sönnuðum mál okkar með því
að skjótast með hana í snögga
skoðunarferð. En nú kom Mur-
phy stórkostlegt ráð i hug.
„Heyrið þig mig nú. Allar stelp-
urnar lang'ar svo óskaplega til
þess að sjá klaustrið. Ég þori
að veðja um, að við gætum selt
aðgang að slíkum skoðunarferð-
um á kvartdollar á mann.“
Og þannig atvikaðist það, að
„Klausturferðafélaginu“ var
hleypt af stokkunum. Það var
alveg tryggt gegn öllum óhöpp-
um. Því fleiri sem slógust i ferð-
ina, þeim mun meiri gróði. Og
eki vantaði aðsóknina. Stelpur,
sein höfðu aldrei brotið neitt
af sér alla sína skóladaga, fóru
í ferðina, vegna þess að þær
langaði þau feikn til þess að
sjá klaustur, að þær gátu alls
ekki staðizt freistinguna.
Og dag' einn komu tvær dug-
legustu námsmeyjarnar í skólan-
um á okkar fund. Það voru þær