Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 132
130
ÚRVAL
Florence Mackey og Lillian
Quiglejr. Við höfðum aldrei bú-
izt við því, að þær féllu fyrir
freistingunni, þar eð Lillian var
„dúx“ skólans og báðar voru
þær helztu gimsteinarnir í kór-
ónu Príorinnunnar.
Síðdegis þann dag hittum við
þær Florence og Lillian við
hliðiardyr klaustursins. Okkur
Mary fannst, að við gætum ver-
ið einar um hituna af þessari
sérstöku ferð, svo að við höfðum
Murphy ekki með. Mary lagði
af stað með „skemmtiferðamenn-
ina“ tvo, og ég rak svo lestina.
Að minnsta kosti hélt ég, að ég
gerði það.
Ég vissi aldrei, hvenær Príor-
innan byrjaði að veita okkur
eftirför. Hún læsti bara hverj-
um dyrum á eftir mér, og aldrei
hefur slík gildra verið lögð fyrir
nokkurn mann fyrr eða síðar.
Við spígsporuðum hinar
knaklcakertustu gegnum allt
klaustrið og lýstum hinu mark-
verðasta fyrir skemmtiferða-
mönnumim okkar. Við sýndum
þeim herbergið „HENNAR“,
herbergi aðalkennarans þeirra,
setustofurnar og borðstofuna. Á
þeim tima dags var skuggsýnt
í klaustrinu, og skuggar okkar,
scm svifu um veggina og fægð
gólfin, skelfdu þær Florence og
Lillian svo, að það sló út um
þær köldum svita.
Að lokum komum við að út-
göngudyrunum. „Jæja þá, þá er
nú ferðinni lokið. Við erum nú
staddar vinstra megin við leik-
fimisalinn,“ sönglaði ég svipuð-
um rómi og leiðsögumaður, sem
ég hafði heyrt í á heimssýning-
unni i Chicago.
En hurðin opnaðist ekki. Ég
ýtti á hana, og Mary ýtti á hana.
Þær Lillian og Florence fóru
að gráta yfir gullmedalíunum,
sem þær óttuðust nú að vera
að missa, og smáninni, ef þetta
kærnist upp. Við Mary litum
hvor á aðra, kinlcuðum kolli
og ákváðum að taka til fótanna.
Við smugum inn í ganga og
sali og út úr þeim aftur og reynd-
um allar útgöngudyr, sem okkur
voru svo vel kunnar. En þær
voru allar harðlæstar. Þá minnt-
ist Mary „brunastigans“. Það var
í rauninni alls enginn stigi,
heldur málmrör, sem komið
var fyrir utan á húsinu og við
létum okkur nú renna eftir alls
hugar fegnar.
Það var komið rökkur, þegar
við höfðum Móður Jörð undir
fótum á bak við klaustrið. En
það var samt enn þá nógu bjart
fyrir okkur til þess að þekkja
strax hinar kunnuglegu útlinur
Príorinnunnar, sem stóð þarna
og beið okkar.
„Jæja þá,“ sagði hún bara.
„Hvar er kviknað í?“