Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 37
35
Svo^a eR iií'ÍÐ
);E/iVAÍ/TT“-STRÁIÐ —
Jón á Vikingsstööum var dreng-
ur góður, höfðingi í lund, sagði
við hvern mann það sem honum
þótti rétt vera, án alls manngrein-
arálits; þótti því sumum hann
nokkuð hrjúfur utan.
Einu sinni fluttist í nágrenni
hans, að Sauðhaga, annar bóndi,
sem Jón hét. Hann tók upp nýja
siði, þ. e. að vinna mun styttri
tíma að heyskap en þá var titt;
settist hann svo inn á kvöldin,
fór í þurra sokka og á brydda skó.
Hefði það vel getað farið, ef vel
og röggsamlega er unnið ella -—
en óhýrum augum var þessi ráða-
breytni litin af búmönnunum.
Svo fór að þessi bóndi komst í
heyþrot snemma á útmánuðum;
lagði hann þá af stað með nokkra
tóma poka og sleðagrind í togi,
að fala hey af Jóni á Víkingsstöð-
um. Ekki varð bóndi mjög létt-
brýnn við þá heimsókn, en kvaðst
mundu gjöra honum úrlausn. Fór
hann með gestinn í heystæði úti
á túni; leysti hann sjálfur heyið,
en gesturinn tróð í pokana. Dáð-
Ist hann. mjög að „stráinu" -—
sem maklegt var, því Víkingsstaða-
bóndinn var þrifnaðarmaður um
heyhirðu sem annað. Annars var
fátt rætt. Bóndi gætti þess vel, að
leysa nóg hey, en ekki of mikið,
þvi aldrei lét hann. liggja laust.
Sópaði hann vandlega saman hinu
siðasta. En um leið og gesturinn
lét siðustu tugguna i pokann bar
hann hana að vitum sér og dáðist
enn að „stráinu“. I>á stóðst bóndi
ekki lengur mátið, en mælti, all-
byrstur:
„Þetta er einmitt, nafni minn,
„stráið“, sem ég heyjaði, á meðan
þú varst á bryddu skónum inni í
Sauðhaga"! G.Þ.
Maður nokkur i Memphis, Troy
Gatlin að nafni, líkist Lyndon
Johnson forseta svo mjög, að hann
gæti verið tvíburi hans. Gatlin var
eitt sinn. að borða með konu sinni
inni á veitingahúsi. Fólkið í saln-
um hafði varla augun af honum
og hvíslaðist á. Þegar hjónin risu
upp, gekk einn gestanna til hans
og ávarpaði hann sem varafor-
seta, en þetta gerðist áður en
Johnson varð forseti. „Ussssss,"
sagði Gatlin og kinkaði kolli i átt-
ina til konu sinnar. „Konan, sem
er með mér, er ekíei frú Johnson!“
AP