Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 141
/ KLAUSTURSKÓLANUM
139
Ég vildi alls ekki gera hana
reiða í dag.
„Nú, hún var góður vinur
þinn og hún tók alltaf þinn
málstað."
Ég fann þennan hræðilega
hálsverk, sem gerir vart við sig,
þegar tárin leita svo ákaft eftir
útrás. Ég gat ekki grátið frammi
fyrir Príorinnunni, og hún hlýt-
ur að hafa skilið allt saman, því
að hún sagði bara við mig:
„Jæja, biddu þá bara fyrir
henni, og getir þú ekki horft
á hana, skaltu ekki gera það.
Hún mundi skilja það.“
Ég gekk við hlið Príorinn-
unnar alla leið til kápellunnar,
þakklát fyrir þögula fylgd
hennar.
Kistan var við altarið, og um-
hverfis hana brann á átta háum
kertum. Nunnurnar voru dreifð-
ar um rökkvaða kapelluna og
lágu á bæn. Þetta var eilift
augnablik, þrungið kyrrð, líkt
og okkur skólastúlkunum hefði
skyndilega verið svipt inn i
hljóðláta veröld nunnanna. Það
ríkti dauðakyrrð í kapellunni.
Síðan risu þær upp og gengu
fram hjá kistunni. Þær stönzuðu
allar hver af annarri við kist-
una sem snöggvast og báðu fyr-
ir Systur Liguori.
Príorinnan gaf okkur merki
um að koma, og hver bekkurinn
á fætur öðrum gekk fram hjá
kistunni. Enn gat ég hvorki
hreyft legg né lið. Að lokum
gekk ég að kistunni, þegar allir
höfðu gengið fram hjá henni,
lika fyrsti bekkur.
Þegar ég kraup á kné og
starði á Systur Liguori, sem
virtist svo föl og syfjuleg og
líkt og hún væri að skemmta
sér yfir einhverju með leynd,
þá gerði ég mér grein fyrir því,
hversu vænt mér hafði þótt um
þessa nunnu. Það hafði virzt
óhugsandi, að nokkrum gæti
þótt vænt um nunnu. Þær voru
allar í hinu liðinu, liðinu, sem
vann alltaf leikinn. Systir Ligu-
ori hafði ekki látið okkur kom-
ast upp með neina vitleysu, en
hún hafði ekki meðliöndlað okk-
ur sem börn. Hún hafði bara
skilið, að við vorum börn og
látið það gott heita.
Jarðarförin fór fram í dóm-
kirkjunni í bænum næsta dag,
og við sátum beint fyrir aftan
systurnar. Mary sýndi mér ætt-
ingja Systur Liguori, sem sátu
á fremsta bekk. Ég var sem agn-
dofa, þegar ég gerði mér grein
fyrir þvi, að hún átti móður
og föður og þrjá bræður, sem
voru mjög unglegir. Einhvern
veginn hafði mér fundizt, að
nunnur fæddust fullvaxnar.
Biskupinn minntist á það,
hversu ung hún hafði verið, og
ég skildi i rauninni ekki, hvað