Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 27
VÍSINDIN UMBREYTA DAGLEGU LÍFI...
25
í Bretlandi eyddum 2.7%.
3% af brúttó þjóðarframleiðslu
ykkar kynni að vera hæfilegt
hlutfall. En hið raunverulega
vandamál er þetta: Iivernig á að
skipta fénu?
Ef við spörum peninga með
þvi að draga úr rannsóknum
tengdum hernaðarþörfum, á
hvaða sviði ættum við þá að
eyða þeim þess i stað?
Ég myndi mæla með visinda-
legri hagnýtingu líffræðilegra
uppgötvana. Ég á við öll svið
hennar: matvælaframleiðslu,
skynsamlega notkun lands, og
sjávar og lofts.
En hvað um gfirráð gfir veð-
urfari?
Ég álit, að eftir um 20 ár muni
okkur reynast unnt að ráða veðr-
inu á vissum, afmörkuðum svæð-
um. Mun líklega helzt verða um
að ræða stjórn úrkomu.
Todd lávarður, þér gáfuð til
kynna, að hæfileikamestu menn-
irnir sneru sér nú að „hrein-
um“ vísindum fremur en hag-
nýtingu vísindalegra uppgölv-
ana. Eigið þér við með þvi, að
við séum að dragast aftur úr,
hvað slíka hagnýtingu snertir?
Það er ör þróun i „hreinum"
visindum, þ. e. rannsókn vis-
indalegra lögmála og kenninga,
enda verður slíkt að vera. En
nú sem stendur væri hægt að
áorka geysilega miklu, ef menn
hagnýttu sér bara þær vísinda-
legu uppgötvanir, sem gerðar
hafa verið og þá vísindalegu
þekkingu, sem þegar er fyrir
hendi.
Ég lield, að eitt af þvi, sem
við verðum að snúa okkur að
og munum gera næsta aldar-
fjórðunginn, sé sívaxandi hag-
nýting þeirrar vísindalegu þekk-
ingar, sem við ráðum þegar yfir.
Hinn frægi baseballleikari Willie Mays átti að leika sjálfan
sig í sjónvarpsdagskrá. Leikstjórinn spurði, hvernig hann ætlaði
að leika sjálfan sig.
„Æ, ég veit það ekki,“ sagði Willie og yppti öxlum. „Setjið bara
vélarnar í gang, og ef það er ekki ég, skuluð þið bara láta mig
vita.“ Atlanta Journal
Er það ekki leitt, að næstu kynslóðir geta ekki verið viðstadd-
ar til þess að sjá allt það dásamlega, sem við erum að gera fyrir
peningana þeirra? Earl Wilson