Úrval - 01.03.1965, Side 7

Úrval - 01.03.1965, Side 7
LAND SEKKJAPÍPANNA 5 Elizabeth“ og þúsundir annarra stórskipa. James Watt, „ain wee Jamie“ (engin litli Jamie) Glasgow- borgar, virkjaði þar fyrstur manna gufuaflið, vegna þess a<5 hann virti húgfanginn fyrir sér suðuna koma upp í katlinum hennar ömmu sinn- ar, að því er sagan hermir. Glasgow- tók uppfinningu Watts opnum örm- um, og nú, 200 árum síðar, hvílir þykkt ský af reyk úr verksmiðju- eldstæðum, brennsluofnum og arin- eldum yfir Glasgowborg eins og dökkur gunnfáni. Landamærahéruðin liggja milii Glasgow og Edinborgsr. Það eru láglend, frjósöm akuryrkjulönd. Fyrr á tímum voru Skotar þarna á landamærunum i slæmri klípu, kiemmdir á milli Hálendinga, sem komu æðandi úr norðri til þéss að berjast við Englendinga, og Engiendinganna sjálfra, sem komu æðandi úr suðri til þess að róa Há- iendingana. Og lið beggja liöfðu á brott með sér allt nýtilegt úr héruðum þessum, er þau héldu burt, allt það, sem ekki var annað hvort naglfast eða grafið í jörðu. f varn- arskyni þroskuðu Láglendingarnir með sér innilega kennd fyrir vernd- un eignarréttarins, kennd, sem oft hefur verið ruglað saman við nízku. f Norður-Englandi ersagt: „Reyndu aidrei að ná nokkrum hiut af Skota, því að gerir þú það, nær hann af þér öllu, sem ])ú átt. En vertu alls óhræddur við að dást að þvi, sem hann á, því að þá geL ur hann þér það.“ Edinborg, höfuðborg Skotlands, er oft nefnd „Aþena Norðursins“ vegna yfirráða hennar á sviði mennta, safna hennar, læknahá- skóladeildar og hins mikla háskóla hennar, þar sem ýmsir frægir menn hafa stundað nám, svo sem Robert Louis Stevenson, Sir Walter Scott, Sir Arthur Conan Doyle og Alex- ander Graham Bell. Þegar menn eru ekki alveg eins skáldlegir, grípa þeir stundum til nafngiftarinnar „Auld Reekie“ (Gamli reykháfur) vegna hinnar kröftugu reykblöndu, sem myndast, þegar mistur Norð- ursjávar blandast reyknum úr reyk- háfum hennar. Úr því verður svo reykþoka, sem kölluð er „haar“ meðal innfæddra. í borginni er urmull minnis- merkja og kastala, sögufrægra bygg- inga af öllu tagi og smáverzlana. Aðallífæð hennar er Princestræti, falleg breiðgata. Öðrum megin get- ur að lita röð verzlana, sem eru troðfullar af skozkum pilsum, stór- kostlegum tweedéfnum og 61 teg- und af whisky. Hinum megin stræt- isins er borgargarður Edinborgar, á kafi í blómskrúði, og handan hans ris Kastalahæðin, og uppi á henni gnæfir Edinborgarkastali sem kór- óna. Frá fallbyssustæðum kastal- áns til Holyroodhallar er einnar mílu leið, sem gengur undir nafn- inu „Konunglega mílan“. Frá árinu 1947 hefur verið haldin listahátíð i Edinborg á ári hverju. Stendur hún yfir tvær siðustu vik- ur ágústmánaðar og fyrstu viku september. Þá verður Edinborg höfuðborg heimsins og býður upp á tónlist, listsýningar, óperur, leik- rit og balletta frá morgni til næsta morguns. Hermenn úr hinum mikla hersýningarflokki „The Edinburgh
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.