Úrval - 01.03.1965, Page 7
LAND SEKKJAPÍPANNA
5
Elizabeth“ og þúsundir annarra
stórskipa. James Watt, „ain wee
Jamie“ (engin litli Jamie) Glasgow-
borgar, virkjaði þar fyrstur manna
gufuaflið, vegna þess a<5 hann virti
húgfanginn fyrir sér suðuna koma
upp í katlinum hennar ömmu sinn-
ar, að því er sagan hermir. Glasgow-
tók uppfinningu Watts opnum örm-
um, og nú, 200 árum síðar, hvílir
þykkt ský af reyk úr verksmiðju-
eldstæðum, brennsluofnum og arin-
eldum yfir Glasgowborg eins og
dökkur gunnfáni.
Landamærahéruðin liggja milii
Glasgow og Edinborgsr. Það eru
láglend, frjósöm akuryrkjulönd.
Fyrr á tímum voru Skotar þarna á
landamærunum i slæmri klípu,
kiemmdir á milli Hálendinga, sem
komu æðandi úr norðri til þéss
að berjast við Englendinga, og
Engiendinganna sjálfra, sem komu
æðandi úr suðri til þess að róa Há-
iendingana. Og lið beggja liöfðu
á brott með sér allt nýtilegt úr
héruðum þessum, er þau héldu burt,
allt það, sem ekki var annað hvort
naglfast eða grafið í jörðu. f varn-
arskyni þroskuðu Láglendingarnir
með sér innilega kennd fyrir vernd-
un eignarréttarins, kennd, sem oft
hefur verið ruglað saman við nízku.
f Norður-Englandi ersagt: „Reyndu
aidrei að ná nokkrum hiut af
Skota, því að gerir þú það, nær
hann af þér öllu, sem ])ú átt. En
vertu alls óhræddur við að dást
að þvi, sem hann á, því að þá geL
ur hann þér það.“
Edinborg, höfuðborg Skotlands,
er oft nefnd „Aþena Norðursins“
vegna yfirráða hennar á sviði
mennta, safna hennar, læknahá-
skóladeildar og hins mikla háskóla
hennar, þar sem ýmsir frægir menn
hafa stundað nám, svo sem Robert
Louis Stevenson, Sir Walter Scott,
Sir Arthur Conan Doyle og Alex-
ander Graham Bell. Þegar menn
eru ekki alveg eins skáldlegir, grípa
þeir stundum til nafngiftarinnar
„Auld Reekie“ (Gamli reykháfur)
vegna hinnar kröftugu reykblöndu,
sem myndast, þegar mistur Norð-
ursjávar blandast reyknum úr reyk-
háfum hennar. Úr því verður svo
reykþoka, sem kölluð er „haar“
meðal innfæddra.
í borginni er urmull minnis-
merkja og kastala, sögufrægra bygg-
inga af öllu tagi og smáverzlana.
Aðallífæð hennar er Princestræti,
falleg breiðgata. Öðrum megin get-
ur að lita röð verzlana, sem eru
troðfullar af skozkum pilsum, stór-
kostlegum tweedéfnum og 61 teg-
und af whisky. Hinum megin stræt-
isins er borgargarður Edinborgar,
á kafi í blómskrúði, og handan hans
ris Kastalahæðin, og uppi á henni
gnæfir Edinborgarkastali sem kór-
óna. Frá fallbyssustæðum kastal-
áns til Holyroodhallar er einnar
mílu leið, sem gengur undir nafn-
inu „Konunglega mílan“.
Frá árinu 1947 hefur verið haldin
listahátíð i Edinborg á ári hverju.
Stendur hún yfir tvær siðustu vik-
ur ágústmánaðar og fyrstu viku
september. Þá verður Edinborg
höfuðborg heimsins og býður upp
á tónlist, listsýningar, óperur, leik-
rit og balletta frá morgni til næsta
morguns. Hermenn úr hinum mikla
hersýningarflokki „The Edinburgh