Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 8
6
ÚRVAJL
Tattoo“ þramma þá um strætin í
fullum skrúða.
En meðan á þessari dýrð stendur,
gengur lífið í Hálöndunum sinn
vanagang, likt og það hefur gert
frá gráustu forneskju. Þar koma
Háskotarnir saman, hver ætt klædd
sínum sérstöku skozku litum. Blás-
ið er í sekkjapípur, og „svunturnar
lyftast og siðpilsin sviftast“. Þetta
er hæðótt, klettótt land, þakið fögru
lyngi. Þar rása dádýr, og orrafugl-
ar skjótast þar um móa. Alls staðar
getur að líta forna kastala, þung-
búin, klunnaleg virki. Á veggjun-
um eru þröng op, sem örvar bog-
manna þutu út um fyrrum. Það er
enn búið i mörgum þessum köstul-
um, og sumar ættir hafa búið þar í
næstum 1000 ár, likt og Macleod-
ættin í Skye.
'Á vesturströndinni, næst írlandi,
hafa margir Skotar rautt hár og
bera nöfn, er byrja á Mac, sem
þýðír „sonur“. Og yfir vesturströnd-
ina svifur mjúkt mistur frá írlands-
hafi, og hefur þetta mistur þau á-
hrif, að húð stúlknanna þarna er
unaðsleg og minnir á ferskjur, sem
eru að verða þroskaðar. Þarna seg-
ir fólk: „Standir þú á ströndinni
og sjáir Skyeeyju, boðar það rign-
ingu. En getir þú ekki séð Skyeeyju,
þýðir það, að það mun rigna.“
Veldi ættanna hófst í Skotlandi
á miðöldum, og er kómið var fram
á árið 1745, var veldi ættanna
orðið svo algert, að sérhver ættar-
liöfðingi kallaði saman sinn einka-
her til þess að aððstoða Bonnie
Prince Charlie (Fagra prinsinn
hann Kalla), sonarson Jakobs II,
sem liafði verið settur af sem kon-
ungur Englands, við að komast
aftur í enska hásætið. Og síðan
ráku þeir Englendinga suður á
bóginn líkt og reiður norðanstorm-
ur. Þeir ráku þá svo langt suður
á bóginn, að þeir áttu aðeins eftir
tveggja daga göngu til Lundúna.
Síðan réð hertoginn af Cumber-
land niðurlögum Hálandahersins
við Cullodenheiði árið 1746, og
var það síðasta orrustan, sem háð
hefur verið á enskri jörð.
Eftir ósigur Skotlands voru Há-
löndin opnuð öllum til landnáms
með opinberri tilkynningu, sem
hafði það i för með sér, að með-
limir ætta, sem yrkt höfðu þar akra
kynslóðum saman, voru reknir
burt og neyddir til þess að flytja
úr landi. Þessi mikli fólksflutning-
ur varð að nokkurs konar föstum
sið i Skotlandi, og þótt Skotland
sé tiltölulega litið land, eru nú
meira en 25 milljónir manna af
skozku bergi brotnar i ýmsum lönd-
um allt frá Nýja Sjálandi til Iíanada.
Helzta og mesta útflutningsvara
Skotlands er hin ofsalega ást út-
flytjendanna á ættjörrðirmi og hið
geysilega stolt þeirra fyrir hönd
alls þess, sem skozkt er.
Uppreisnin árið 1745 hafði sýnt,
hversu öflugt ættarveldið var orð-
ið og hversu sterkar og valdamikl-
ar hinar einstöku ættir voru orðn-
ar, og lög voru þá sett, sem bönnuðu
það, að menn klæddust hinum
slcozku pilsum og köflóttu ættar-
dúkum. Svo kom Georg IV. til rík-
is í Englandi árið 1820. Hann var
ekki slíkur maður, að hann erfði
fornar væringar við Skota. Hann
kom í opinbera heimsókn til Skot-