Úrval - 01.03.1965, Page 10
8
ÚRVAL
ast í rigningu. Ég hafði farið í
stutta morgungöngu frá gistihúsinu
mínu, og er ég kom upp á brekku-
brúnina, sá ég stuttvaxna, brosandi
konu í grárri tweeddragt standa þar
við vegarbrúnina. Það var hennar
Hátign Elísabet Drottningarmóðir,
sem fæddist i Glamis í Skotlandi
og komin er af skozkri konunga-
ætt, er telur meira en 100 konunga.
1 hatti sínum bar hún hinar rauSu
hálsfjaðrir (hackle), fjaðraskraut
„Black Watcli“, herdeildarinnar,
sem hún er heiðursofursti fyrir.
í sama mund kom löng fylking her-
manna úr herdeild þessari upp eft-
ir veginum á leið sinni til herbúð-
anna i Braemar. Á herðum sér báru
þeir binar skozku slákápur sínar.
Þegar þeir sáu Drottningarmóður-
ina, gerðust þeir enn hnarreistari
og háleitari, skref þeirra lengdust,
og sekkjapípuleikararnir tóku að
leika „Hið hrausta Skotland“, lag-
ið, sem leikið var af skozka Grálið-
inu í Hálandasveit Gordons, er þeir
þeystu á gæðingum sínum gegn úr-
valaliði Napoleons við Waterloo.
Er fyrsti hermaðurinn gekk fram
hjá Drottningarmóðurinni, leit
hann til liliðar, og augu þeirra
mættust. „Slan na Gael!“ sagði
Drottningarmóðirin, og ég gat
greinilega heyrt rödd hennar, er
yfirgnæfði sekkjapípurnar. ,,Slan na
Gael!“ svaraði hermaðurinn og
þrammaði áfram.
★
XX)<
AFSKORNUM BLÓMUM HALDIÐ ÓSKEMMDUM
Líf afskorinna blóma er hægt að framlengja þannig að þau geti
verið eins fersk að næstum þrem vikum liðnum og þau voru, er þau
voru afskorin, að þvi er haldið er fram af manni nokkrum, sem fundið
hefur upp nýtt varnarefni. E’fnablanda þessi er nokkuð flókin, og í
henni er sítrónusýra, sucrose og sodium benzoate. Er henni bætt í
vatnið i blómavasanum. English Digest
VINDLIN GARE YKIN G AR
Nýlega hafa verið birtar niðurstöður rannsókna viðvíkjandi vindl-
ingareykingum, og í þeim kemur fram, að það hefur í för með sér
bein líkamleg viðbrögð að soga reykinn niður í sig. Þá eykst blóðþrýst-
ingur og hjartsláttur verður örari, og orsakast þetta af því, að nikot-
ínið fer út í blóðið. Reykingamenn, sem soga ekki reykinn niður i sig,
sleppa við þessar „hliðarverkanir" vindlingareykinga og reykingar
þeirra virðast hafa lítil áhrif á hjartað.
English Digest
Mannæta kemur helzt til seint i kvöldveizlu eina. Húsbóndinn á
heimilinu segir við gestinn afsökunarrómi: „Æ, því miður hafa allir
þegar verið étnir." Jerome Beatty