Úrval - 01.03.1965, Side 12

Úrval - 01.03.1965, Side 12
10 ÚRVAL líka í eilífri togstreitu vegna mennt- unar minnar og uppeldis. Hann hafði verið húsgagnasmiður, en var nú hættur störfum. Hann var blíð- lyndur og hugulsamur. Hann lagaði allt, sem laga þurfti í húsinu, og ég var hinn áhugasami aðstoðar- maður hans. Mamma vildi hins veg- ar, að ég léki á hljóðfæri, málaði myndir og læsi af kappi. Afi sagði, að maður yrði fyrst að læra að starfa hitt og þetta, er væri hag- kvæmt fyrir mann' að kunna, ann- ars lifði maður ekki svo lengi, að maður fengi tækifæri til þess að verða fullorðinn. Afi hafði verið trumbuslagari í Borgarastyrjöldinni, og hann hafði þroskazt að vizku og vexti þegar á unga aldri. Hugrekki hans hafði herzt og stælzt á þeim árum. í aug- um hans var hættan nauðsynlegur þáttur uppeldisins. Hún olli því, að maður var viðbúinn hverju þvi, er að höndum bæri, hún fyllti mann lífsþrótti, kenndi manni að tefla í tvísýnu og vinna sigur. En það, sem olli hræðslu mömmu, var þó ekki sú staðreynd, að hann tefldi oft í tvísýnu, heldur önnur stað- reynd, þ. e. a. s. sú, að hann naut hættunnar innilega.... og olli því, að ég varð eipnig sama sinnis. Hann kallaði þetta hæfileikann til þess að „finna til undrunar og hrifn- ingar“. Þegar stormurinn ýfði öldur hafs- ins svo, að þær urðu að ógnvekjandi skrímslum og klappirnar framan við húsið vorú huldar sjávarlöðri, þá fórum við afi í hlífðarfötin okk- ar og klifruðum niður á klappirnar. Stundum fórum við of nálægt flæð- armálinu, svo að öldurnar skelltu okkur kylliflötum og rennbleyttu okkur. Þegar mamma maldaði í mó- inn vegna þessa framferðis okkar, hrópaði afi bara: „Marcia, hann verður að læra hvernig hann á að bjarga sér á þessum klöppum. Við erum heppnir, að það skuli vera svo oft stormur um þessar mundir!“ En oft var hafið lika kyrrt, og þá gat ég haldið áfram að læra að sigla báti. Afi leitaði í þessum efn- um á náðir fiskimannanna, sem bjuggu í örlítilli húsaþyrpingu við litlu víkina. Það var reyndar varla hægt að kalla þetta vík. Klappirn- ar voru þarna fyrir opnu hafi að heita mátti, en á einum stað var nokkurra ferfeta fjara, nokkurs konar örlítil vör, sem draga mátti bátana upp í. Og upp af henni var líiil þyrping gamalla fiskimanna- kofa. Gömlu fiskimennirnir höfðu mikinn áhuga á afa. Þeir voru mjög hrifnir af því, hversu heitt hann elskaði hætturnar. „Já, þessar öld- ur þekkja ganila manninn,“ sögðu þeir um afa. Vegna hugrekkis hans varð hann fljótt sem einn af hópn- um, en þeirra forréttinda nutu að- eins sárafáir sumargestir þar um slóðir. Einn af gömlu humarveiðimönn- unum var kallaður „Heyrnarlausi Al.“ Hann heyrði ekki orð, en það geðjaðist öllum mjög vel að honum, og honum geðjaðist einnig að með- bræðrum sínum. Það varð að nota bendingar og látbragðsleik til þess að koma honum í skilning um, hvað við var átt. í fyrstu reyndi afi að öskra upp í eyru honum, en fiski- maður nokkur sagði afa, að það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.