Úrval - 01.03.1965, Page 29

Úrval - 01.03.1965, Page 29
27 ÞEFDÝRIÐ MITT, HANN NIKKI buxum af mér, en þær hafði vinnu- konan skilið eftir á snúrunni. Ég átti nóg af buxum, og þvi fannst mér engin ástæða til þess að taka þær af frúnni hans Nikka. Nokkrum vikum siðar sá ég Nikka sitja með fýlusvip fyrir utan híðið sitt. Hann skreið hvað eftir annað inn í aðra buxnaskálmina, en það voru aðaldyrnar, en þá var hann jafnan rekinn burt með miklu þvaðri og rausi frúar sinnar. Hann flúði jafnan. Þá lyfti ég upp buxna- skálminni og gægðist inn í hana. Og þarna lá frúin hans Nikka hjá 6 nýfæddum afkvæmum þeirra. Hafði hún raðað þeim í snyrtilega röð. Þeir voru enn hárlausir, en samt mótaði þá þegar greinilega fyrir hvítu röndunum á beru baki þeirra. Nú var ég orðinn töluvert lífs- reynari en áður og minntist því ekkert á þetta við afa og ömmu. Kvöld eitt hitti ég svo alla fjöl- skylduna hans Nikka, þar sem hún var á skemmtigöngu i einu blóma- beðinu. Ungarnir gengu allir í beinni röð á eftir móður sinni og reyndu að lialda risavöxnu skotti sínu mjúklega yfir hryggnum. Öðru hverju seig eitthvert skottið niður, og eigandi þess steig þá ofan á það og datt beint á snubbótt trýnið. Svo hnykkti hann afturhlutanum til og reisti sig upp með svip hefðarfrúar, sem kastar kjólslóða sínum til, svo að hann megi sýnast sem glæsileg- astur. Þetta var mjög hátíðleg og virðuleg fjölskylda. Þegar ungarnir sáu, að foreldr- arnir tóku mér sem gömlum kunn- ingja, byrjuðu þéir að elta mig likt og móðir þeirra gerði. Garðyrkju- maðurinn átti litla tík, sem hét Drusla. Hún eyddi mestöllum deg- inum við að veiða hagamýs. Krökk- unum hans Nikka fannst þetta stór- kostlega skemmtileg íþrótt, og því tóku þeir upp á að elta Druslu, er hún hélt í þessa leiðangra sína. Druslu var ekki vel við þetta og reyndi allt Irvað hún gat til þess að losna við þá og liktist þá helzt stálpuðum strák, sem er að reyna að losna við yngri bræður sina, sem vilja elta hann. Drusla uppgötvaði brátt, að það var mjög auðvelt að losna við þá, vegna þess hversu nærsýnir þeir voru. Hún þurfti aðeins að taka skyndilega stökk til hliðar, og þá þrammaði öll halarófan beint fram hjá henni Svo þegar þau höfðu rak- ið slóð Druslu að þeim bletti, er hún tók undir sig hliðarstökkið, urðu þeir alveg ringlaðir og löbb- uðu i sifellda hringi, þangað til mamma þeirra kom út að sækja þá. Ungarnir voru orðnir hálfvaxnir, áður en afi og amma fengu vitneskju um þá, þvi að þau komu sjaldan í nánmnda við stíuna þeirra. Það var stofustúlkan, sem kom upp um mig. Hún sagði, að það væri nógu slæmt, þótt Nikki væri að gera hana alveg brjálaða. Ætti öll hersingin að fá að hrjá hana, sagðist hún segja upp starfinu tafarlaust. Mér var þó leyft að halda ungunum, eftir að ég hafði svarið þess dýran eið, að leyfa þef- dýrunum aldrei að koma nálægt þeim hluta hússins, sem vinnukon- urnar héldu sig helzt í. Þefdýrin fóru frjáls ferða sinna, svo að ég vissi ekki, hvernig ég átti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.