Úrval - 01.03.1965, Síða 30
28
að halda þennan eið minn. En þá
bj-osti gæfan við mér. Einu sinni
köin ég að stofustúlkunni, þar sem
hún var að halda vinkonum sinum
heilmikla veizlu í eldhúsinu í al-
geru heimildarleysi og voru þær
að háma í sig heljarmikla tertu,
sem átti að endast heimilisfólkinu
í heila viku. Ég sagði ekki orð,
horfði bara þýðingarmiklu augna-
ráði á vinnukonuna og tertuna til
skiptis og labbaði rólegur út. Varla
hafði hurðin fallið að stöfum, þeg-
ar vinnukonan kom út og fór að
lýsa því fyrir mér, hvílíka ofurást
hún bæri til þefdýra á öllum aldri,
af öllum stærðum og ilmtegundum.
Hún fullvissaði mig um, að hún
skyldi ekki framar amast við þeim.
Og ég lét það gott heita.
Við Drusla fórum með krakkana
hans Nikka í göngu á hverju kvöldi.
Það voru ósköp rólegar gönguferð-
ir. Krakkarnir voru alltaf að stanza
í öðru hverju spori til þess að
tína upp í sig lirfur, sem var helzti
réttur þeirra. Einstaka sinnum
sprettu þeir þó úr spori og hlupu
uppi snigil, sem hafði verið seinn
á sér, og eitt sinn veiddi elzti
krakkinn hvorki meira né minna
en heila hagamús. Japönsku bjöll-
urnar máttu biðja fyrir sér, þegar
krakkarnir hans Nikka nálguðust.
Þeir söfnuðust allir saman undir
einhverju eplatrénu og horfðu biðj-
andi á mig.Svo hristi ég tréð, svo
að bjöllurnar hrundu ofan á þá.
Og liljóðin, sem kváðu við, þegar
þeir bruddu harða skel þessara
kvikinda með mikilli ánægju,
minntu á hávaðann á gamlaárs-
ÚRVAL
kvöld, þegar verið var að skjóta
flugeldum á loft.
Nágranni okkar, sem átti þýzku
fjárhundana, hafði farið í ferðalag
og kom ekki heim aftur fyrr en um
haustið. Fundum hundanna og fjöl-
skyldu Nikka bar því ekki saman
fyrr en um haustið. Þá var fjöl-
skyldan stödd úti i ávaxtagarði,
þegar hundarnir komu þjótandi.
Þeir héldu, að þarna hefðu þeir
fundið heilan hóp af köttum, og
hugsuðu gott til glóðarinnar. Ég
hljóp í áttina til þeirra, æpandi
af öllum lífs og sálar kröftum. En
slíks gerðist ekki þörf. Fjölskyldan
hafði sannarlega ekki neina þörf
fyrir mína hjálp.
Þefdýrin voru svo vön að leika
sér við Druslu, að þau sýndu engin
óttamerki gagnvart hundunum, sem
komu æðandi í átt til þeirra. Nikki
yngri horfði fyrirlitlega á hundinn,
sem kom æðandi að honum. Svo
skellti hann sér letilega á framfæt-
urna og miðaði skottinu á hund-
inn. Hundurinn æddi beint á hann,
og þá var eins og Nikki litli gerði
sér grein fyrir því, að hundfíflinu
væri fúlasta alvara. Nikki litli
horfði steinhissa á hundfíflið, gaf
síðan aðvörunarmerki með því að
stappa niður fótunum, en þá voru
hundarnir báðir komnir að hon-
um. Síðan gaf Nikki litli bæði
seinni aðvörunarmerkin leiftur-
snöggt hvert á eftir öðru, hnipr-
aði sig saman, um leið og fremri
hundurinn glennti upp ginið til
þess að bíta hann, og hleypti af
beint upp í hann.
Hundurinn tók undir sig ofsa-
legt stökk beint í loft upp, líkt og