Úrval - 01.03.1965, Síða 32
/ líkamantim búa hin svokölluðu mótefni, sem verja hann
gegn sjúkdónmrn.
Og hugur okkar virðist búa yfir svipuðum ,,mótefnum“ andlegs eðlis,
sérstöku varnarkerfi, sem tekur til starfa,
þegar jafnvægið hefur bilað.
Dulinn lækningamáttur
hugans sjálfs
Eftir Morton M. Hunt.
í SÍÐARI heimsstyrjöld-
inni var ég flugmaöur,
og flaug ég þá i njósna-
fxjpj flugi langt inn yfir
Þýzkaland viku eftir
viku. Það var einmanalegt flug.
Vegna þessa mikla álags varö ég
sjálfum mér sem skrýtinn og ó-
kunnugur maöur: Rithönd mín
varð ólæsileg, likust krafsi, ég drakk
og spilaði fjárhættuspil nótt eftir
nótt, ég gat ekki haldið huganum
föstum við lestur annars en auð-
virðilegra blaða og rita, og nú
fannst mér góð tónlist, sem eitt
sinn hafði verið ein min helzta á-
nægja, ósköp leiðinleg, gersneydd
öllu innihaldi. Kvöld nokkurt, þeg-
ar ég var á leið til þess að fá fyrir-
skipanir um næsta flug, hugleiddi
ég það jafnvel í fyllstu alvöru, hvort
ég ætti ekki að ökklabrjóta mig
til þess að komast hjá þvi að verða
sendur í aðra flugferð.
Ég var að því kominn að bila
andlega, þegar orrusturnar hættu
30
og hægt var að hætta njósnafluginu.
Svo svaf ég vikum saman, en lét
mig þess á milli dreyma dagdrauina
og vann skyldustörf min sem svefn-
gengill. Én meðan á þessu milli-
bilsástandi stóð, hlýtur lækning og
nýr vöxtur að hafa átt sér stað
djúpt í hugarfylgsnum minum, við
uppsprettur gleðinnar og heilbrigð-
innar, því að nú fór ég smám saman
að lesa góðar bækur á nýjan leik,
og rithönd min líktist ekki lengur
rithönd hálflamaðs öldungs. Og
dag einn þegar ég heyrði Mozart-
aríu leikna í útvarpinu, ariu, sem
eitt sinn hafði verið mér svo hjart-
fólgin, fann ég skyndilega vellíðun-
arkennd hríslast um mig. Ég fann
til þeirrar einkennilegu kenndar,
að skyndilega hefði ég fundið vin,
sem lengi hefði verið mér týndur
— sjálfan mig. „Þetta er ég sjálf-
ur!“ hugsaði ég í glaðri forundran.
„Ég er kominn aftur!“
Slíkur skjótur bati eftir sjúkdóma
andlegs og tilfinningalegs eðlis er
-t- Family Weekly —