Úrval - 01.03.1965, Síða 47
NATHANIEL HAWTIIORNE OG SOPHIA ...
45
Þegar Nathaniel, ásamt systrum
sínum, kom í fyrsta sinn í heim-
sókn til Peabodyfjölskyldunnar eft-
ir ítrekuð heimboð, þótti koma
þeirra hinn inesti viðburður. Eng-
inn í allri Salemborg minntist þess,
að nokkur af hinni dramblátu og
sérlunduðu Ha'wthornefjölskyldu
hefði nokkru sinni þegið heimboð
eða boðið öðrum heim. Eldri systir
Soffíu þaut upp í herbergið til henn-
ar og hrópaði: „Ó, Soffía, þú verður
að klæða þig og koma niður! Haw-
thornesystkinin eru komin, og
hann er fríðari en sjálfur Byron
lávarður!“
Soffia hló, en neitaði að koma
og lét þau orð falla, að úr þvi að
hann hefði komið einu sinni,
mundi liann sjálfsagt korna aftur.
Það liðu heldur ekki margir dag-
ar, þar til hann kom aftur, og þá
einn. í það sinn kom Soffía nið-
ur, klædd siðum, hvítum kjól.
„Hann reis á fætur og starði fast
á hana,“ sagðist systur hennar frá
siðar. „í hvert sinn, sem Soffía
talaði með sinni lágu og ljúfu rödd,
horfði hann á hana með þessu sama
ákafa, rannsakandi augnaráði. Mér
flaug ósjálfrátt i hug: „Ef hann
yrði nú ástfanginn í henni!“
En það var hann þegar orðinn.
Soffíu, sem nú var 25 ára, fannst
það óhugsandi, að hún gæti orðið
ástfangin. í barnæsku liennar hafði
einliver læknisfúskari hellt í hana
lyfjum, sem höfðu skaðað tauga-
kerfi hennar, svo að hún hafði síð-
an, því nær daglega, átt við að
stríða sárar jirautir, og hún hafði
þegar á unga aldri gert það upp
Nathaniel Hcmthorne og
Sophia Peábody
við sig, að hún rnundi aldrei gift-
ast.
Hinn strangi agi sársaukans hafði
þroskað með henni vizku, góðvild
og kímnigáfu, sem gerðu lienni fært
að finna fullnægju í gæfu annarra
— barnanna, sem komu upp í her-
bergið til liennar, og liins fjölmenna
hóps vina, sem gerði heimili Pea-
hodyfjölskyldunnar að andlegri
miðstöð borgarinnar.
Þegar Nathaniel kom aftur upp
í „herbergið sitt undir þakskegg-
inu“, fannst honuni hann skyndi-
lega hafa losnað úr þeim illu álög-
um, sem höfðu hvílt á honum frá