Úrval - 01.03.1965, Page 51
NATHANIEL HAWTHORNE OG SOPHIA ...
49
ir, leika við þau og segja þeim sög-
ur. Fyrir Nathaniel og Soffíu varð
sérhver aðskilnaður, þótt ekki væri
nema örfáir dagar, enn óbærilegri
en nokkru sinni fyrr.
„Ef liún kemur ekki í dag — ja,
þú veit ég ekki, hvað ég á til bragðs
að taka.“ (Soffía og dætur hennar
tvær höfðu farið i lieimsókn til ætt-
ingja sinna í Boston.) „Klukkan
er bráðum sex, og þær eru ekki
komnar enn. Þær verða, verða,
verða fyrir alla muni að koma lieim
í kvöld.
Áður en stundarfjórðungur var
liðinn frá þvi að ég skrifaði þetta
voru þær komnar. Nú er allt i lagi!
Guði sé lof!“
Eitt sinn, er þau voru á leið til
Concord, stöðvuðu Nathaniel og
Soffía vagn sinn og gengu upp að
„Sleepy htollow" og horfou heim til
Old Manse, þar sem þau höfðu átt
heima fyrir svo löngu. Þau voru
þögul, en Soffía hefur sagt oss, hvað
hún hugsaði þá:
„Öll þessi jörð er mér heilög
sökum ósegjanlegrar hamingju okk-
ar. Samt var sú hamingja ekki ná-
lægt þvi eins mikil og ég nýt núna.
Og luin er enn ekki að þrotum kom-
in, þvi að eiginmaður minn býr
enn yfir töfrandi leyndardómi fyrir
handan það svið, sem ég hef upp-
götvað og tileinkað mér.“
Þótt árin liðu, varpaði það eng-
um skugga á þennan „töfrandi
leyndardóm.“ Ef til vill er það eins
og- Nathaniel eitt sinn sagði: „Ham-
ingjan er ekki fólgin í neinni röð
viðburða, af þvi að hún er hluti af
eilífðinni. Og víð höfum lifað í
eilífðinni, siðan við giftum okkur.“
Eftir 22 ára hjónaband kom
Soffía aftur til „Old Manse“ i síð-
asta sinn, er hún fylgdi kistu ást-
vinar síns til grafar í „svefndæld-
inni“ þar sem „gleðihvelfing"
þeirra átti að standa.
„Það mundi gleðja mig,“ ritaði
hún, ef ég gæti hughreyst alla, sem
syrgja, og gæti tekið á mig alla
sorg. Því að nú veit ég, að ástin
útrýmir öllum dauða.“ Ástvinur
hennar beið hennar nú, og hún
vissi, að biðin yrði ekki löng. Fagn-
andi mundu þau hittast aftur, eins
og þau höfðu ávallt gert eftir sér-
hvern aðskilnað. „Nú er allt eins
og það á að vera! Guði sé lof!“
Það eru þrenns konar manngerðir í veröldinni: þeir menn, sem geta
ekki þolað Picasso, þeir, sem geta ekki þolað Raphael, og svo þeir, sem
hafa um hvorugan þeirra heyrt.
John White
Það er ekki hægt að eiga neina þá persónu með húð og hári, sem er
þess vi-rði, að eiga hana.
Sctrd Teardcáe