Úrval - 01.03.1965, Page 54
52
ÚRVAL
metra fjarlægð. Við voriim enn
ekki orðnir kunningjar, svo að mér
varð ekki um sel. Ef liann væri
i ránshug, átti liann hægt með að
komast í matarbirgðir mínar, þar
sem ég var óvopnaður. En hvað
um það, ég ákvað að snúa mér samt
af fiskiveiðunum, og þá kom björn-
inn nær.
Ég hef lifað innan um villt dýr
i 30 ár, og kannast við ótta þeirra
í fyrstunni hraðar hreyfingar,
og nú sýndi ég honum hægt og ró-
lega byrjunina og tilganginn með
hverri fyrirfram ákveðinni lireyf-
ingu, sem ég gerði. Áður en langt
um leið var hann setztur á rassinn
í minna en fimm feta fjarlægð, og
fylgdist af mikilli athygli með því,
sem ég var að gera. Er ég dró á land
14 þumlunga vatnasilung, kast-
aði ég honum til hans. Hann gleypti
hann ótugginn. Og er ég sveiflaði
flugunni út aftur, færði hann sig
nær, hlammaði sér á bráðfeitan
bossann i grasið við hliðina á mér
og hallaði sínum 500 punda skrokk
upp að liægra fæti mínum!
Ég lét fluguna berast með
straumnum og brátt beit annar á.
Áður en ég fór að draga inn lín-
una, gaf ég út svo sem einn metra
af henni, og taldi víst að nú mundi
björninn þrífa bæði fiskinn, lín-
una og stöngina — og kannske mig
líka. En hann gerði það ekki. Hann
Jiélt sínum konunglega virðuleik og
þolinmæði, þar sem hann sat og
reri fram og aftur og fylgdist af
athygli með því, sem fram fór. Er
ég losaði silunginn af önglinum,
rak hanfi upp langdregið „mo“-
ýlfur! Ég hélt spriklandi fiskinum
hátt á loft á kjuftinum, gekk að
„gesti“ mínum og titrandi lét ég
verðlaunin falla i eldrautt, gapandi
gin lians.
Þegar rökkrið datt á, var ég enn
að fiska fyrir björninn, jafn furðu
lostinn yfir vingjarnlegri framkomu
hans eins og óseðjandi matarlyst
hans. Ég var farinn að hugsa vin-
gjarnlega til hans sem Stóra Bangsa,
og lét mér á sama standa, þótt hann
fylgdi mér eftir' heim að skýli mínu.
Er ég hafði matazt, bætti ég á
eldinn, settist á svefnpokann minn
undir skýlinu og kveikti i pipu
minni. Meðan öllu þessu fór fram,
hafði Bangsi setið rétt utan við
hitahringinn frá eldinum, en um
leið og ég hafði lcomið mér þægi-
lega fyrir, gekk hann til mín og
settist við hlið mér. Að fráskild-
um fnykirium af votum feldinum,
kunni ég fremur vel ylnum frá hon-
um, þar sem við sátum á svefnpok-
anum, undir skýlinu. Ég hlustaði
á fall regndropanna á skýlisþakið
í takt við sterkan hjartsláttinn und-
ir þykkum feldi hans. Þegar reyk-
inn lagði á okkur, fnæsti hann og
hnerraði, og ég likti eftir öllum
aðförum hans, jafnvel hnerraði og
fnæsti, vaggaði höfðinu til . allra
hliða og snuggaði eins og hann
gerði.
Bangsi tók nú að sleikja hendur
mínar. Ég gat mér til, hvað hann
vantaði, og náði i hnefafylli af salti
handa honum. í ákafa sínum negldi
Bangsi höndina á mér niður á jörð-
ina með fjögra þumlunga klóm —
klóm, sem gátu flysjað börkinn af
fullvöxnum sedrusviði, lclóm', sem
gátu borið meira en 500 punda