Úrval - 01.03.1965, Síða 57

Úrval - 01.03.1965, Síða 57
BJÖRNINN, SEM KOM TIL KVÖLDVERÐAR 55 Bangsa fullmótaðar. Þegar liann sleppti öllu gamni, var hann graf- alvarlegur; i æstu skapi var hann eins og eldfjall. Eins og björnum er tamt, var hann að eðlisfari hömlu- laus. Ég bar þess vegna aldrei við að hreyfa hinum allra minnstu mótmælum við hann. Vinátta okk- ar var ósjálfrátt, ósvikið bjarna- bræðralag. Er honum datt í hug að ramba í veg fyrir mig á afturfót- unum, þrífa mig og þrýsta að sínu volduga bjarnarbrjósti og hella yf- ir mig áköfum vinarhótum með því að sleikja andlit mitt, lét ég mér það vel líka af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi þótti mér óstjórnlega vænt um þennan lubba; í öðru lagi bar ég heilsusamlega virðingu fyrir því, hverju einn löðrungur frá þess- um jafnhenda risa gæti valdið. Enda þótt hann væri óumdeildur drottnari síns umhverfis, býst ég við, að Bangsi hafi talið mig and- legan jafningja sinn i flestu tilliti. Það leið ekki á löngu þar til liann hafði kennt mér að halda uppi sam- ræðum á augnamáli. Hversu hjörn getur horfzt í augu við mann! í fyrstunni skelfilegt — en verður, er stundir líða, hið fullkomnasta samband, sem hugsazt getur. Við Bangsi sátum iðulega við kvöld- bálið og kynntum okkur lnigsanir hvor annars. Stöku sinnum komst hann að einhverri sérstakri niður- stöðu og lagði þungan hramm á öxl mér. Og þá gerði ég eins. Það hcfur trúlega verið kyndugt að sjá, en oft, er ég leit í þessi stóru gulbrúnu augu, fann ég til lotning- arfullrar auðmýktar, eins og sjálfur guðdómurinn liefði í hyggju að veita öðru af þessum börnum sín- um opinberun í gegnum hitt. Enda þótt Bangsi mætti heita öruggur fyrir árásum annarra dýra sökum afls sins og stærðar, var hann þó haldinn sinum sérstöku fælnum (fobi, t. d. myrkfælni, vatnsfælni o. s. frv.). í þrumuveðri hnipraði hann sig saman og vældi. Þegar „whiskey jacks“ (fuglateg.) komu fljúgandi i náttstað okkar i leit að fæðu, flúði hann i skelfingu fyrir fölsku gargi þeirra. Ég var steini lostinn yfir hinni furðulegu þefnæmi Bangsa. Þramm- andi á eftir mér nam hann skyndi- lega staðar, hnusaði út i loftið og tók síðan beint strik á stóran safa- ríkan svepp i 200 metra fjarlægð eða á flatan klett hinum megin við ána, þar sem jarðikornar höfðu safnað vetrarforða sinum af fræjum, eða á berjalautu liandan við tvær hæðir. Dag nokkurn, er við komum upp á hæð nokkra, þar sem uxu dreifð- ir pílviðarrunnar, reis Bangsi skyndilega upp á afturfæturna og rak up eitt ,,mo!“ Ég gat ekki kom- ið auga á neina ástæðu til óróleika, en Bangsi stóð þráðbeinn og bann- aði mér að hreyfa mig. Siðan gckk hann nokkur skref áfram og tók að urra — og þá varð heldur en ekki iippnám. Upp úr hverjum runna reis björn og stóð þar upp- réttur! Þeir voru bæði svartir, brúnir og gulbrúnir (en allir af- brigði af sömu tegund). En allt voru þetta ungir birnir, tvævetra, sem ekkert máttu sín gegn Bangsa. Hann réðist af miklum ofsa á næsta andstæðing sinn, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.