Úrval - 01.03.1965, Page 62

Úrval - 01.03.1965, Page 62
60 ÚRVAL látna ástvini með smekkvísri fram- komu, alúð og hlýju. Góð samvinna var meS honum og sóknarprestinum, sr. Helga Hjálm- arssyni á Grenjaðarstað. Mat hvor annan mikils og var vinátta milli heimila jpeirra. Þau 20 ár, sem Konráð bjó á Hafralæk, var heimilið miðstöð félagslífs og menningarstarfsemi í sveitinni. Hann var glaðvær, fróður og fjörugur í viðræðum og hafði lag á að velja umræðuefni við hæfi viðræðanda, hafði létta kimnigáfu, var látlaus og hlýr í viðmóti, enda var heimilið andlegur segull er dró menn að sér. Gestanauð var j)ví mikii og hjónin örlát með afbrigð- um bæði á tíma sinn og veitingar. Binding við lítið bú, einangrun og erfiðqr fjárhagur stóðu í vegi fyrir upphefð og frama, sem eðli- legt var að hlotnazt hefði gáfu- og hæfileikamanni þvílíkum sem Kon- ráð var. Sjálfum var honum ekki sýnt um að ota sinum tota og trana sér fram. Viðleitni hans stefndi að því að byggja upp mannlíf betra og fegra en það sem var, og hann ag- aði sjálfan sig til hlýðni við þá manngildishugsjón, er hann hafði valið sér að fyrirmynd. Það scm einkenndi hann mest var smekkvísi, snyrtimennska og vandvirkni, stilling og skapfesta, samvizkusemi og sannleiksást. Allt þetta var samgróið eðli hans og fegurðarþrá. Hann þoldi ekki Ijót- leik í hugsun, orðum né athöfnum. Viðkvæmni hans i þeim efnum fannst súmum næstum barnaleg. Rusl í kringum hús, heydreif á hlöðugólfi, hornskakkur flekkur á engi, allt særði þetta fegurðarsmekk hans. Bækur í hillu, blöð á borði urðu að vera i röð og reglu. Han skrifaði fagra rithönd og vandaði allan frágang skrifaðs máls. A sama hátt vandaði hann orða- val og setningarskipun i rit-máli og mæltu máli, án þess þó að firnsku gætti eða tilgerðar. Svo var hann vandur að heimild- um í sögulegum rannsóknum og ættfræði, að honum þótti seint full kannað, hvort rétt væri með farið. Af þeim sökum var hann fremur seinvirkur rithöfundur. Eftir 20 ára búskap á Hafralæk brá Konráð búi og fluttist til Ak- ureyrar. Svo bundinn var hugur hans mold, gróðri og skepnum, að hann kom sér þar upp túni, sem hann heyjaði sjálfur á hverju sumri með- an heilsa hans leyfði. Einnig hafði hann nokkrar kindur i kofa, sem hann hirti sjálfur. Vert er að geta i þessu sambandi, að hann fann upp nýja aðferð við heyþurrkun, sem hann notaði með- an hann fékkst við heyskap á Akureyri. Sú aðferð var í því fólgin, að hann lét gera ferstrenda trékláfa að sér dregna að ofan, 2—3 m háa með grindabotni, er stóð um 2 fet út frá kláfnum um 1 fet frá jörðu. Á þessar grindur lilóð hann heyinu, þegar það var litið eitt farið að þorna og lét það standa þangað til það var fullþurrt. Loft lék um heyið bæði utan og innan í strýt- unni, ep bratti hennar varði hey-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.