Úrval - 01.03.1965, Síða 63

Úrval - 01.03.1965, Síða 63
ÓGLEYMANLEGUR MAtíUR 61 ið vatni. Heyverkunaraðferð þessa taldi hann nokkru dýrari í stofn- kostnaði en hesjuþurrkun, en mun öruggari, einkum ef um smágert hey var að ræða. Aðalstarf Konráðs á Akureyri var kennsla í gagnfræðaskóla og iðnskóla. Jafnframt þýddi lxann bækur af norðurlandamálum fyrir hókaútgáfuna Norðra. Mun hann alls liafa þýtt á anuan tug bóka á fagurt íslenzkt mál. Einnig vann hann að ættfræði- og sögurannsóknum og samdi ætt- artölur fyrir fólk. Margar ferðir fór hann til Reykja- vikur og sat á Landsskjalasafni við uppskriftir úr kirkjubókum og öðr- um fornum skjölum, áður en Amts- bókasafnið á Akureyri fékk ljós- myndir af handritum, en eftir það var hann tíður gestur á því safni meðan starfsorka entist. Einkum lagði hann stund á ætt- ir og sögu Þingeyinga. Liggja eftir hann merk rit á þvi sviði. Horfnir iir héraði — Nokkrar upprifjanir frá 18. og 1!). ölcl kom út 1950, 245 blaðsíðna bók um þingeysk fræði. Nokkur siðustu ár ævi sinnar vann hann að mikiu verki, er hann nefndi Þingeyingaskrár. Þar er gerð grein fyrir öllum, sem heimili áttu í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1800 til 1900, greint frá fæðingardegi, ári og stað, foreldrum, dvalarstöð- um, starfi og stöðu, dánardægri og stað, eftir því sem heimildir fund- ust um. Þetta er óhemjumikið verk í 72 bindum handrituðum, og allur frágangur hinn smekklegasti. Telja fræðimenn á sviði ætt- og þjóðfræða verk þetta mjög þýðingarmikið heimildarit. Verki þessu var að mestu lokið, þegar Konráð andað- ist 20. júni 1962. Hann hafði ráð- stafað þvi i samráði við fjöiskyldu sína til skjalasafns Suður-Þingeyjar- sýslu nokkru áður en hann lézt. Hann kenndi vanheilsu nokkurar seinni hluta ævinnar, vann þó oft vanheill að skriftum, en vilja- styrkur hans og skapfesta stýrðu hendinni. Vafalaust hefði Konráð afkastað iniklu í íslenzkum fræðum, ef hann hefði gert þau að ævistarfi sinu þegar á ungum aldri í stað þess að hverfa að búskap. Hafa þau fræði áreiðaniega farið mikils á mis, og mega íslendingar harma, að starfskraftar hans og hæfileikar nýttust ekki sem skyldi á því sviði, sérstaklega að þvi er snerti glögg- skyggni, vandvirkni og háar kröf- ur til áreiðanleika. Aldrei varð þess vart, að hann sæi eftir þeim tuttugu árum ævinn- ar, sem urðu honum ónýt til fræði- mennsku, en slitu honum bæði and- lega og líkamlega, umfram það sem orðið hefði við léttari störf. Baslið smækkaði hann aldrei, og sjálfur mun hann hafa litið á þann kafla lífs síns, er hann fékkst við bú- skap, sem þroskameðal til þess fall- ið að bægja frá kveifarskap og hé- gómagirni, herða stál manngildis- ins. Til marks um stillingu hans og andlegt jafnvægi er þessi saga: Eitt sinn er hann var á ferð með hest og vagn, fældist hesturinn, en hann féll af vagninum og fót- brotnaði. Hann lá þar lengi ósjálf- bjarga, þvi þéttá vár fjarri bæjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.