Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
og fáferðugt um veginn. Þá stytti
hann sér stundir við að yrkja, og
þegar hann loks fannst eftir marg-
ar klukkustundir, gerði hann að
gamni sínu og lét fjúka í kviðling-
um, en þó var fóturinn orðinn bólg-
inn mjög með sárum verk.
Eins og áður er getið átti Konráð
ekki annað systkyna en einn bróð-
ur. Þessi bróðir hans dó um tvítugs
aldur. KonráS harmaði hann mjög,
þvi ákaflega kært var með þeim
bræðrunum.
ViS jarðarförina flutti KonráS
kveðjuorð heima á Hafralæk svo
hjartnæm, að fæstir, er viðstaddir
voru, gátu tára bundizt. En eigi
sást honum sjálfum bregða, svo mik-
ið vald hafði hann yfir tilfinning-
um sinum.
Flest ytri einkenni sterkra til-
finninga voru að hans áliti veik-
leikamerki, andstæð hinni tignu ró
vitsmuna og skapfestu.
Eins og hann mætti mótlæti og
líkamlegum þjáningum með frá-
bærri stillingu, svo tók hann og
vonbrigðum og móðgunum með
virðulegri ró. ViS reiða menn beitti
hann rökræðum eSa þagði, ef vits-
munum varð ekki við komið.
Aldrei heyrðist hann kvarta yfir
kjörum sinum eða láta vonbrigði
á sig fá. Hvern mann vildi hann
láta njóta sannmælis, talaði ekki
illa um andstæðinga sína, og hefni-
girni þreifst ekki í huga hans. Þó
var hann viðkvæmur fyrir heiðri
sínum og mannorði og þoldi illa aS
gengið væri á rétt hans.
Sjálfur virti hann rétt annarra
manna og heiður og bar traust til
allra að óreyndu, svo sumum fannst
jafnvel jaSra við barnaskap, enda
féll honum þungt, ef menn brugð-
ust trausti lians.
Stjórnmál lét KonráS lítið til sin
taka þótt hann hefði þar ákveðnar
skoðanir og drægi enga dul á þær.
En á þeim vettvangi fannst honum
loft lævi blandið og þótti meir gæta
sjálfsmetnaðar, sérdrægni og valda-
streitu hjá forystumönnum í stjórn-
málum en sannrar umhygju fyrir
landi og þjóð, auk þess sem sjálfar
baráttuaðferðir stjórnmálamanna
gátu engan veginn samrýmzt heiðar-
leik lians og sannleiksást. Metnað-
ur hans stefndi að uppbyggingu
eigin þroska og m'anngildis, að
samræmi hugsjóna og breytni.
Og honum tókst betur en almennt
gerist að lifa i samræmi við hug-
sjónir sínar.
Hin ríka fegurðarþrá hans leit-
aði að samhljómi, líkt og hljóm-
listarmaður við æfingu á vanda-
sömu tónverki.
Hver var þá grundvöllur skoðana
hans og hugsýna um manngildi,
fegurð og siðgæði?
Sá grundvöllur var trú hans á ei-
Iífa tilveru mannssálarinnar og
þroskamöguleika, trú hans á eina
allsherjar stjórn í alheimi sem
menn eiga að þjóna og geta stutt
með vilja sínum og breytni til að
skapa fullkomnara mannlíf á jörðu.
Iíonráð er horfinn á bak við
tjald hinnar miklu leyndar, en djúp-
rættar minningar um gáfur hans,
heilindi og ljúfmennsku gera hann
ógleymanlegan þeim, sem þekktu
hann bezt.
Steingrímur Baldvinsson