Úrval - 01.03.1965, Síða 65
Litið á þang og þara
Fjaran hefur löngum verið eftirsóknarverður ævintýraheimur
barna og unglinga,
sem kynnast henni í æsku og það eymir eftir
af þessu fram á fullorðinsár.
Eftir Ingólf Davíðsson.
ÉR ER ENN í minni,
þegar ég innsveitar-
barnið kom í fyrsta
sinn fram á háan sjáv-
arbakkann á Stóru-Há-
mundarstöðum á Árskógsströnd.
Það var háfjara og framan við möl-
ina og klungrið blasti við brúnt
þangbeltið meðfram endilangri
ströndinni. Logn var i fjörunni,
þótt talsverður norðan strelckingur
væri uppi á bakkabrúninni. Þetta
var að vorlagi og komin gróska í
þarann. Það brast og gnast undir
fótum manns, þegar blöðrurnar á
bóluþanginu sprungu. Kindur voru
á beit úti á skerjunum. „Bráðum
þarf að reka þær úr fjörunni, ann-
ars bleyta þær svo rækalli mikið
undir sér í húsunum og lömbin
geta fengið fjöruskjögur; en tvi-
lembdar verða þær af þaranum,
það hef ég sannreynt," sagði gamli
bóndinn. í vík rétt hjá lágu stórar
hrannir af þönglaþara, sem norðan-
kast hafði rifið upp af botni og
skolað í land. Þarablöðkur voru
fluttar heim handa kúnum og þara-
þönglar brytjaðir í þær. Þóttu þær
græða sig vel af þaranum og söx-
uðum grásleppum. Sprek lágu á
víð og dreif í fjörunni og nokkrir
greni- og furubuðlungar, einstaka
rauðviðarraftur (lerki) og hvít og
létt selja, en hún þótti lítils virði
og fúna fljótt. E. t. v. hafa stórfljót
Siberíu einhvern tíma borið þenn-
an við til sævar.
Margt var fleira forvitnilegt i
fjörunni. Þar lágu nokkrir granít-
hnullungar. Voru þeir kjölfesta úr
skipi eða komnir með ís frá Græn-
landi? Rekið höfðu stórar flækjur
af brúnu kerlingarhári (Desmare-
stia). Var farið að bregða dauf-
grænni slikju á sumar flygsurnar
en það kvað gerast vegna eplasýru,
sem í hárinu er. Fjaran skartaði
líka með purpurahimnum og fagur-
grænni máríusvuntu og á þangi og
skerjum sátu breiður af alla vega
litum kletta- eða m’eyjardropum
ásamt kerlingarhúfum (alnboga-
skeljum), sem líka er nóg af. Þarna
M
Náttúrufræðingurinn —
63