Úrval - 01.03.1965, Side 70

Úrval - 01.03.1965, Side 70
68 ÚRVAL svo það er líkt og mörg eyru séu á sveimi. Kemur nafnið kerlingar- eyra e. t. v. af því. Beltisþari og maríukjarni eru líka stórvaxnari en auðþekktar frá hinum fyrr- nefndu á þvi, að þeir líkjast belti, þ. e. blaðkan er löng og heil. Beltisþari (Laminaria sacchar- ina). Þöngull beltisþara getur orð- ið um 1 m á lengd og blaðkan allt að 2 m löng og 10—50 cm breið, svo þetta er allvænt belti. Miðbik blöðkunnar er þykkt og leðurkennt eftir endilöngu og yfirborðið óslétt með smálægðum og listum á milli. Jaðrarnir þynnri og bylgjóttir. Fjöruhestar eta neðsta hluta blöðk- unnar með græðgi, en sá hluti er einmitt yngstur, mýkstur og nær- ingarmestur. Norðmenn kalla belt- isþarann „sykurþara“ vegna þess, £ð ef blaðkan þornar, smitar út vökva, er sezt utan á sem hvítt, sætt duft. Bel'tisþari hefur verið hag- nýttur í sprengiefnaiðnaði og við framleiðslu gervilakks og gervi- harpix. Sömuleiðis framleitt úr honum milt hægðalyf og sykur- efni lianda sykursýkissjúklingum í stað venjulegs sykurs. Maríukjarni (Alaria esculenta), einnig nefndur marínkjarni eða að- eins kjarni. Hann er meðal stærstu þörunga hér við land; 6 metra langar jurtir ekki sjaldgæfar, segir Helgi Jónsson, er manna mest hefur rannsakað þörunga við íslands- strendur og skrifað um þá dolctors- ritgerð. BÍaðkan er vanalega aflöng, með þykkri greinilegri miðtaug. Smá æxlunarblöð eru á þönglinum ofantil, neðan við aðalblaðið. Á þessum smáblöðum og miðtauginni er mariukjarni auðþekktur frá beltisþara, sem hefur hvorugt. Þöngullinn er frá 10—120 cm á þroskuðum jurtum, en lengd blöðk- unnar 30 cm — 5 metrar. Breidd blöðku 8—34 cm. Æxlunarblöðk- urnar geta orðið 2Q—40 cm langar, en lítið er það hjá stærð aðalblöðk- unnar. Efri hluti þöngulsins með æxlun- ar* eða gróblöðkunum er kallaður bjalla og þykir gott til næringar. Stóra blaðkan hefur og þótt allgóð til fóðurs, einkum fyrir kýr. Bjarni Sæmundsson segir: að Grindvíking- ar hafi skorið mariukjarna, eða tekið nýrekinn, létu hann helzt rigna og þurrkuðu siðan. Lögðu þeir liann vel þurran i þunn lög innan um töðuna ofan til og þótti gefast vei. Ránarkjarni (Alaria Pylaii) er svipaður mariukjarna, en minni og blaðkan oftast egglaga, Beltisþari er talinn ganga næst maríukjarna og ránarkjarna að fóð- urgildi. Daníel Jónsson bóndi á Eiði á Langanesi súrsaði þara til fóðurs rétt fyrir aldamótin og reyndist súrþari gott fóður, eink- um maríukjarni. Þörungar eru hag- nýttir á margan hátt, t. d. til beit- ar, fóðurs og áburðar í garða. Joð hefur verið unnið úr ösku þöngla- þara. Sölt af þörungasýru (algin- sýru) eru notuð í margs konar iðn- aði t. d. í matvælaiðnaði, fatnaðar- og pappírsiðnaði, einnig i hnappa, gervitennur o. fl. o. fl. Verksmiðja í Drammen í Noregi framleiðir um 200 tonn árlega af þönglaþarasölt- um. Á stríðsárunum framleiddi verksmiðjan m. a. mikið af fljót- andi þarasápu. Þang- og þararann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.