Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 70
68
ÚRVAL
svo það er líkt og mörg eyru séu á
sveimi. Kemur nafnið kerlingar-
eyra e. t. v. af því. Beltisþari og
maríukjarni eru líka stórvaxnari
en auðþekktar frá hinum fyrr-
nefndu á þvi, að þeir líkjast belti,
þ. e. blaðkan er löng og heil.
Beltisþari (Laminaria sacchar-
ina). Þöngull beltisþara getur orð-
ið um 1 m á lengd og blaðkan allt
að 2 m löng og 10—50 cm breið,
svo þetta er allvænt belti. Miðbik
blöðkunnar er þykkt og leðurkennt
eftir endilöngu og yfirborðið óslétt
með smálægðum og listum á milli.
Jaðrarnir þynnri og bylgjóttir.
Fjöruhestar eta neðsta hluta blöðk-
unnar með græðgi, en sá hluti er
einmitt yngstur, mýkstur og nær-
ingarmestur. Norðmenn kalla belt-
isþarann „sykurþara“ vegna þess,
£ð ef blaðkan þornar, smitar út
vökva, er sezt utan á sem hvítt, sætt
duft. Bel'tisþari hefur verið hag-
nýttur í sprengiefnaiðnaði og við
framleiðslu gervilakks og gervi-
harpix. Sömuleiðis framleitt úr
honum milt hægðalyf og sykur-
efni lianda sykursýkissjúklingum í
stað venjulegs sykurs.
Maríukjarni (Alaria esculenta),
einnig nefndur marínkjarni eða að-
eins kjarni. Hann er meðal stærstu
þörunga hér við land; 6 metra
langar jurtir ekki sjaldgæfar, segir
Helgi Jónsson, er manna mest hefur
rannsakað þörunga við íslands-
strendur og skrifað um þá dolctors-
ritgerð. BÍaðkan er vanalega aflöng,
með þykkri greinilegri miðtaug.
Smá æxlunarblöð eru á þönglinum
ofantil, neðan við aðalblaðið. Á
þessum smáblöðum og miðtauginni
er mariukjarni auðþekktur frá
beltisþara, sem hefur hvorugt.
Þöngullinn er frá 10—120 cm á
þroskuðum jurtum, en lengd blöðk-
unnar 30 cm — 5 metrar. Breidd
blöðku 8—34 cm. Æxlunarblöðk-
urnar geta orðið 2Q—40 cm langar,
en lítið er það hjá stærð aðalblöðk-
unnar.
Efri hluti þöngulsins með æxlun-
ar* eða gróblöðkunum er kallaður
bjalla og þykir gott til næringar.
Stóra blaðkan hefur og þótt allgóð
til fóðurs, einkum fyrir kýr. Bjarni
Sæmundsson segir: að Grindvíking-
ar hafi skorið mariukjarna, eða
tekið nýrekinn, létu hann helzt
rigna og þurrkuðu siðan. Lögðu
þeir liann vel þurran i þunn lög
innan um töðuna ofan til og þótti
gefast vei. Ránarkjarni (Alaria
Pylaii) er svipaður mariukjarna,
en minni og blaðkan oftast egglaga,
Beltisþari er talinn ganga næst
maríukjarna og ránarkjarna að fóð-
urgildi. Daníel Jónsson bóndi á
Eiði á Langanesi súrsaði þara til
fóðurs rétt fyrir aldamótin og
reyndist súrþari gott fóður, eink-
um maríukjarni. Þörungar eru hag-
nýttir á margan hátt, t. d. til beit-
ar, fóðurs og áburðar í garða. Joð
hefur verið unnið úr ösku þöngla-
þara. Sölt af þörungasýru (algin-
sýru) eru notuð í margs konar iðn-
aði t. d. í matvælaiðnaði, fatnaðar-
og pappírsiðnaði, einnig i hnappa,
gervitennur o. fl. o. fl. Verksmiðja
í Drammen í Noregi framleiðir um
200 tonn árlega af þönglaþarasölt-
um. Á stríðsárunum framleiddi
verksmiðjan m. a. mikið af fljót-
andi þarasápu. Þang- og þararann-