Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 74
Eftir Lawrence Elliott.
í leit að
100
billjón
dollurum
ÍÐLA SUMARS skýrði
dagblað eitt í Saskat-
chewanfylki í Kanada
frá því, að verið væri
að leita að olíu með
borunartækjum í suðausturhluta
þessa mikla liveitiræktarfyWs, og
virtist blaðamaðurinn hafa góðar
vonir, um að einhver árangur yrði
af þeim tilraunum. Frásögn lnins
lauk með þessari klausu, sem blaða-
maðurinn virtist hafa gleymt og
vilja bæta við að síðustu: „Borunar
félagið „Commonwealth Drilling“
mun einnig gera tilraunir til þess
að bora eftir pottösku (kalí) um
leið.“
Vonir um olíuauðæfi á þessum
slóðum hjöðnuðu fljótt. Ekki kom
olía upp úr neinni af holum þeim,
sem boraðar voru. Borholurnar
voru heil míla á dýpt, og í jarðvegs-
sýnishornunum í bornum fundust
sönnunargögn, sem leiddu til leit-
OHuleitarmenn, sem voru að bora
eftir olíu í Sasketchewanfýlki í
Kanada, fundu aö vísu ekki olíu, en
þeir fundu samt 100 billjón dollara
fjársjóö fólginn djúpt í jöröu. En
þaö var ekki svo auöhlaupiö aö
komast að honum. En eftir 5 ára
þrotlausa baráttu tókst námuverk-
frœðingunum aö lokum aö sigrast á
öllum erfiöleikum og leysa þannig
af hendi mesta afrek sögunnar á
sviöi námuvinnslu.
ar, sem endaði með hundrað billjón
dollara málmefnafundi! Á svæði
þessu, sem er 450 mílur á lengd
og 50 milur á breidd, fundust sem
sé stórkostlegustu pottöskulög
heimsins, nægilegt magn til þess
að bera á allt ræktað land jarðar-
innar næstu 500 árin!
Um hálf tylft fyrirtækja hóf strax
tilraunir til þess að ná þessum
glitrandi „kristal“ úr jörðu og
eyddi 150 milljónum dollara í hetju-
lega 5 ára baráttu við furðulegustu
jarðlög þessarar heimsálfu. Að
lokum tókst einu þessara fyrirtækja,
International Minerals & Chemical
Corp. (Canada) Ltd. að nafni, að
sigra jarðlög þessi í september árið
1962, er það sendi fyrsta tonnið af
þessum 5 billjónum tonna birgðum
á markaðinn. Má segja, að fyrirtæki
þetta hafi unnið algerlega óviðjafn-
anlegt afrek á sviði málm- og jarð-
efnavinnslu og námugraftar.
72
— Readers Digest —