Úrval - 01.03.1965, Síða 76
74
ÚRVAL
þess a<5 frysta jarSlögin, sem voru
gegnsósa af vatni. SíSan var 29
stiga kaldri saltvatnsupplausn dælt
niður í 34 frystiholur. Ekki var
hægt að byrja gröftinn fyrir námu-
göngunum fyrr en búið var að
frysta 300 feta svæði þar i kring.
ÞaS tók heilt ár að frysta svæði
þetta 1200 fet í jörð niður og húða
göngin innan með steinsteypu. En
þessi aðferð virtist ætla að gefa
góða raun.
Svo náðu borunarmennirnir nið-
ur til „Blairmore“ í júní árið 1958,
en það var 200 feta þykkt lag af
fljótandi sandbleytu, þar sem um
var að ræða geysilegan þrýsting.
Ef þeir reyndu nú að bora i gegn-
um lag þetta, áttu þeir á hættu að
sleppa beizlinu fram af innibyrgð-
um ofsa aldanna: vatnið mundi
spýtast með hraða byssukúlu út um
op, sem ekki væri stærra en smá-
peningur.
Næstu 9 mánuði reyndu námu-
mennirnir að komast í gegnum
jarðlag þetta með því að reyna að
halda neðanjarðarvatninu i hæfi-
legri fjarlægð á þann hátt að þrýsta
sementsblöndu inn i hverja rifu
og skoru í berginu. Þegar þeir
höfðu dælt slíku magni af steypu
niður í „Blairmore“lagið, að það
hefði nægt til þess að steypa gang-
stétt frá Esterhazy til Toronto, rifn-
aði skyndilega út úr örlítilli
sprungu. Og samstundis æddi vatn-
ið inn í göngin og hækkaði stöðugt,
þar til það átti aðeins eftir um 120
feta leið upp á yfirborð jarðar. Þeg-
ar því marki var náð, náðu dælurn-
ar aftur yfirhöndinni, og hrátt
reyndist unnt að gera við lekann.
Síðan var tekið til að frysta svæðið
umhverfis göngin að nýju, og stóð
sú vinna í 19 mánuði. En skyndi-
lega eyðilagðist allt, er vatn spýtt-
ist inn um 29 rifur á stálröri, þeg-
ar þiðnaði skyndilega umhverfis
það.
Síðan var Alec Scott gerður eftir-
litsmaður með borununum. Þetta
var stór og stæðilegur maður, ætt-
aður frá Saskatchewanfylki. Hafði
hann unnið við námuboranir i
fjarlægum heimsálfum. Hann flaug
strax til Þýzkalands til þess að ræða
þar við verkfræðinga um nýjar að-
ferðir til þess að bora námugöng
gegnum jarðlög, sem gegnsósa eru
í vatni. Samkvæmt þessari aðferð-
eru gerð alveg lóðrétt göng gegnum
slík jarðlög, og eru veggir gang-
anna jafnóðum „fóðraðir“ méð
risastórum hringum úr járni. Þetta
voru síðustu möguleikar námufél-
agsins til þess að ná árangri, og
líkurnar fyrir velgengni voru mjög
litlar, ef nokkrar. Tilraun þessi
myndi þar að auki kosta félagið
tvær milljónir dollara. En yfirmenn
þýzka fyrirtækisins Haniel & Lueg
álitu, að aðferð þessi myndi kann-
ske duga gegn Blairmorejarðlaginu,
er virtist ósigrandi. Og þvi sendu
þeir hópa sérfræðinga til Saskat-
chewan til þess að hjálpa Scott við
tilraun þessa.
Tilraun þessi stóð í heilt ár, og
á því tímabili var allt Blairmore-
jarðlagið fryst umhverfis göngin,
þannig að það myndaðist 50 feta
þykk issúla. Steypa þurfti 836
stykki í járnhringi, sem síðan voru
skeyttir saman. Var hvert þeirra
4 tonn að þyngd, en mál þeirra