Úrval - 01.03.1965, Side 77

Úrval - 01.03.1965, Side 77
LEIT Afí HUNDRAfí BILLJÓN DOLLVRUM 75 urðu að vera geysilega nákvæm til þess að fyrirbyggja alveg mögu- leika á leka. í októbermánuði 1960 voru 5 fyrstu fetin grafin burt ó- sköp varlega og fyrstu 11 járn- stykkin skeytt saman og látin mynda hring innan á frosnum sand- vegg borholunnar. Og þannig var haldið áfram: að grafa og skeyta saman hvern járnhringinn af öðr- um. Það var ekki álitið óhætt að taka fyrir nema 5 feta dýpt í einu. Þetta lýjandi starf tók 6 mánuði. Ekkert sprengiefni var notað af ótta við, að þá mynduðust sprung- ur í þessu mikla „isröri“. Menn- irnir urðu að klæðast gúmmíföt- um til varnar gegn 37 stiga frosti (á Celsius) i göngunum. Unnið var i 6 stunda vöktum allan sólarhring- inn. Notuðu þeir loftbora af þeirri tegund, sem notuð er til þess að brjóta upp gangstéttir. Þeir beittu bbrunum af ýtrustu varfærni til þess að reyna að fyrirbyggja það, að sprungur mynduðust í ísveggn- um, sem gætu síðan orsakað leka. Allir héraðsbúar stóðu nú orðið á öndinni af æsingu. Húsfreyjur i Esterhazyþorpi stönzuðu í Aðal- stræti i innkaupaferðum sínum og rannsökuðu nákvæmlega skilti það, sem á stóð, hversu göngin væru komin djúpt niður. Klúbbur einn bauð 100 dollara verðlaun hverj- um þeim, sem kæmist næst því að gizka rétt á augnablik það, er göngin myndu ná niður til pott- öskulaganna. „Nú var þetta orðið náman oI<kar,“ sagði Jean Pask kennslukona. „Og þetta fjárans Blairmorejarðlag var því einnig orðið okkar vandamál.“ Að lokum komust mennirnir niður úr hinu raka Blairmorejarð- lagi og 50 fet niður í kalksteinslög- in, sem þá tóku við. Haldið var á- fram sömu aðferð og áður. Voru notuð 17000 risavaxin hnoð til þess af festa skykkin í risahringjunum saman. í fyrsta skipti í sögunni hafði tekizt að vinna sigur á slíkri tegund jarðlaga. Nú var aftur tekið til við að fylla allar sprungur og op með stein- steypu eins og í efsta hluta gang- anna. Tók það mennina 5 mánuði í viðbót að komast í gegnum „Three Forks“ jarðlögin og hemja Souris- ána, ólgandi vatnsfall, er rann um jarðlög þessi. Og skömmu fyrir miðnætti þ. 8. júní árið 1962 komust nokkrir borunarmenn skyndilega gegnum síðustu leifar neðsta kalk- steinsjarðlagsins 3132 fetum undir þögulli sléttunni. Þeir mokuðu á- kafir upp hnefafylli af glitrandi, ryðlitu „grjóti“ og lömdu hver annan í bakið af einskærum fögn- uði. Námufélaginu hafði loks tek- izt að koma jarðgöngunum alla leið niður til pottöskulaganna eftir 5 ára æðisgengna baráttu. „Húrra! Pottaska!“ hljóðaði fyrir- sögn „Námumannsins“, dagblaðs, sem gefið var út í Esterhazyþorpi. Og var fyrirsögn þessi bergmál þeirrar sigurgleði, er greip alla héraðsbúa. Námufélagið gaf öllum þeim 69 börnum, er fæddust í Saskatche'wanfylki þennan eftir- minnilega dag, eitt hlutabréf í fyr- irtækinu, og voru það 39 dollarar að nafnverði. Ungfrú Winnie Pi- erchy, aðstoðarpóstmeistari þorps- ins, sem hafði aldrei komið að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.